Til forseta Íslands: Skilgreining á Íslendingum, Íslandi og þínu forsetahlutverki Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. janúar 2017 07:00 Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar