Falskur stjórnarsáttmáli Sigurjón Þórðarson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun