Er fjársvelt háskólakerfi lykillinn að framtíðinni? Ragna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2017 08:04 Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Sjá meira
Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun