Taugakerfið og gervigreindin Auður Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar