Gagnsæi er forsenda trúverðugleika Lilja Alfreðsdóttir skrifar 24. mars 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslensku fjármálakerfi frá því að bankakerfið hrundi á einni viku eins og spilaborg. Regluverk hefur verið stórbætt í þeim tilgangi að auka traust á bankakerfinu og draga úr áhættu kerfisins. Stærð bankakerfisins hefur minnkað og er rúm 150% af landsframleiðslu. Eigið fé bankanna er ríflegt, vanskil hafa minnkað verulega og kjör á erlendri markaðsfjármögnun hafa batnað mikið. Fyrsti áfanginn í endurreisn bankakerfisins hefur að mörgu leyti tekist vel eins og helstu kennitölur bankanna bera með sér. Í næsta áfanga þarf að huga að framtíðarskipan bankakerfisins, þ.e. hvernig það á að vera uppbyggt til að það þjóni heimilunum og fyrirtækjunum í landinu á bæði hagkvæman og sanngjarnan hátt. Erlendir vogunarsjóðir keyptu tæp 30% í Arion banka í upphafi þessarar viku. Ráðamenn þjóðarinnar fögnuðu þessum viðskiptum og sögðu að nú væru vogunarsjóðirnir að veðja með Íslandi. Þrátt fyrir traustsyfirlýsingar ráðamanna, þá hafa margir goldið varhug við þessari þróun. Eignarhald þessara sjóða liggur ekki fyrir. Fréttir hafa borist af vafasamri fortíð eins sjóðanna sem nú er hluthafi í Arion banka. Einnig leit út fyrir að eigendur sjóðanna væru að stytta sér leið fram hjá leikreglunum til þess að flýta fyrir söluferlinu, þ.e. keyptur var 9.99% hlutur í Arion banka en þannig urðu sjóðirnir ekki virkir eigendur strax í upphafi ferlisins. Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að skapa traust og tiltrú á íslensku bankakerfi. Það er slæm byrjun á næsta áfanga í endurreisn bankakerfisins ef ekki fást skýrar upplýsingar um eigendurna og fyrirætlanir þeirra um íslenskt bankakerfi. Ef gagnsæið verður ekki aukið, mun næsti áfangi í endurreisn fjármálakerfisins misheppnast. Stjórnvöld verða að tryggja að svo verði ekki. Samfélagið allt hefur lagt mikið af mörkum í endurreisnina og því er brýnt að vandað verði til verks í næstu skrefum. Það tekur mörg ár að byggja upp trúverðugleika en hann getur glatast hratt ef ekki er rétt á málum haldið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslensku fjármálakerfi frá því að bankakerfið hrundi á einni viku eins og spilaborg. Regluverk hefur verið stórbætt í þeim tilgangi að auka traust á bankakerfinu og draga úr áhættu kerfisins. Stærð bankakerfisins hefur minnkað og er rúm 150% af landsframleiðslu. Eigið fé bankanna er ríflegt, vanskil hafa minnkað verulega og kjör á erlendri markaðsfjármögnun hafa batnað mikið. Fyrsti áfanginn í endurreisn bankakerfisins hefur að mörgu leyti tekist vel eins og helstu kennitölur bankanna bera með sér. Í næsta áfanga þarf að huga að framtíðarskipan bankakerfisins, þ.e. hvernig það á að vera uppbyggt til að það þjóni heimilunum og fyrirtækjunum í landinu á bæði hagkvæman og sanngjarnan hátt. Erlendir vogunarsjóðir keyptu tæp 30% í Arion banka í upphafi þessarar viku. Ráðamenn þjóðarinnar fögnuðu þessum viðskiptum og sögðu að nú væru vogunarsjóðirnir að veðja með Íslandi. Þrátt fyrir traustsyfirlýsingar ráðamanna, þá hafa margir goldið varhug við þessari þróun. Eignarhald þessara sjóða liggur ekki fyrir. Fréttir hafa borist af vafasamri fortíð eins sjóðanna sem nú er hluthafi í Arion banka. Einnig leit út fyrir að eigendur sjóðanna væru að stytta sér leið fram hjá leikreglunum til þess að flýta fyrir söluferlinu, þ.e. keyptur var 9.99% hlutur í Arion banka en þannig urðu sjóðirnir ekki virkir eigendur strax í upphafi ferlisins. Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að skapa traust og tiltrú á íslensku bankakerfi. Það er slæm byrjun á næsta áfanga í endurreisn bankakerfisins ef ekki fást skýrar upplýsingar um eigendurna og fyrirætlanir þeirra um íslenskt bankakerfi. Ef gagnsæið verður ekki aukið, mun næsti áfangi í endurreisn fjármálakerfisins misheppnast. Stjórnvöld verða að tryggja að svo verði ekki. Samfélagið allt hefur lagt mikið af mörkum í endurreisnina og því er brýnt að vandað verði til verks í næstu skrefum. Það tekur mörg ár að byggja upp trúverðugleika en hann getur glatast hratt ef ekki er rétt á málum haldið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar