Áfengisfrumvarp er ógn við almannaheill 30. mars 2017 09:14 Við undirrituð viljum eindregið hvetja alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Íslendingar hafa unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða. Embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins. Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar áfengisneyslu, sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig eftir að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Árangursríkustu forvarnirnar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru: 1. Takmörkun á aðgengi 2. Neyslustýringarskattur 3. Bann við áfengisauglýsingum Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaaðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar! Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðrar forvarnaaðgerðir verði efldar, aðgerðir sem rannsóknir sýna að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu? Við undirrituð bendum á að frumvarpið stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskum við þess að alþingismenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á. Hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við undirrituð myndum vilja sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR. Einnig viljum við gera athugasemd við það að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps. Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri Sandgerði, Garðs og Voga Guðbrandur J. Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi sv. Voga Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Við undirrituð viljum eindregið hvetja alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Íslendingar hafa unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða. Embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins. Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar áfengisneyslu, sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig eftir að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Árangursríkustu forvarnirnar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru: 1. Takmörkun á aðgengi 2. Neyslustýringarskattur 3. Bann við áfengisauglýsingum Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaaðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar! Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðrar forvarnaaðgerðir verði efldar, aðgerðir sem rannsóknir sýna að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu? Við undirrituð bendum á að frumvarpið stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskum við þess að alþingismenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á. Hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við undirrituð myndum vilja sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR. Einnig viljum við gera athugasemd við það að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps. Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri Sandgerði, Garðs og Voga Guðbrandur J. Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi sv. Voga Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun