Skoðun

Mannvonska eða skilningsleysi

Tryggvi Gíslason skrifar
Með fárra daga millibili fáum við að heyra í fjölmiðlum að dvalarheimili á Akureyri og í Reykjavík geti ekki leyft gömlum hjónum að búa saman síðustu ár ævikvöldsins vegna þess að matsreglur leyfa ekki slíkt.

Ekki veit ég hvaða orð á að hafa yfir þetta: skilningsleysi, virðingarleysi, tillitsleysi, heimska eða mannvonska. Kostnaður við að leyfa gömlum hjónum að dveljast tvö saman í litlu herbergi á dvalarheimili fyrir aldraða er lítill sem enginn. Sú mótbára, að kostnaður leyfi þetta ekki, heldur því ekki í þetta skipti.

Alþingi og ríkisstjórn á að skammast sín og skipa málum þannig að við gömul hjón getum dvalist saman síðustu ár okkar, ef við óskum þess.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×