

Viðvarandi mannréttindabrot gegn myndlistarmönnum
Ísland er nokkuð framarlega þegar það kemur að vernd mannréttinda. Hin einfalda skilgreining á mannréttindum er þau grundvallarréttindi sem við eigum öll og byggjast einungis á þeirri staðreynd að við erum manneskjur.
Ísland var eitt af þeim 48 ríkjum sem skrifuðu undir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þegar hún tók gildi árið 1948. Af því getum við verið stolt. Í 23. gr. yfirlýsingarinnar segir að hver maður eigi rétt á atvinnu að frjálsu vali og að öllum beri sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreiningarálits. Þá segir einnig að allir menn sem vinnu stunda skuli „bera úr býtum réttlátt og hagstætt endurgjald er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör.“
Í 27. gr. Mannréttindayfirlýsingarinnar er svo fjallað um rétt allra manna til að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins og njóta lista.
Bæði þessi mannréttindi, þ.e.a.s. réttur til sanngjarnra launa fyrir atvinnu og réttur til menningar, eru líka vernduð í Alþjóðasáttmála um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem er bundinn í íslensk lög nr. 10/1979. Það er því skýrt að íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja að allir fái laun fyrir vinnu sína í samræmi við kjarasamninga. Þó er það enn svo að myndlistarmenn, sem eru sérstaklega beðnir um að sýna verk sín, fá ekki greitt að fullu fyrir sína vinnu við uppsetningu slíkra sýninga.
Flest myndlistarsöfn á Íslandi eru rekin, að minnsta kosti að hluta, fyrir opinbera fjármuni. Það þýðir að við, borgarar landsins, höldum þessum stofnunum úti með skattgreiðslum okkar. Hvernig má það vera að stofnanir sem hafa almannafé með höndum, og er stýrt af opinberum aðilum á borð við ríki og sveitarfélög, telji sig umkomna þess að sniðganga mannréttindasáttmála sem Ísland hefur staðfest og lögfest? Á sama tíma geta opinberir aðilar á öðrum listsviðum, svo sem leiklist og tónlist, staðið við kjarasamninga og greitt listamönnum fyrir undirbúning og flutning á þeim listaverkum sem birtast á sviðum landsins.
Í 1. tölublaði tímarits SÍM frá 2016 er að finna samantekt sem sýnir svart á hvítu að íslenskir myndlistamenn borga ítrekað með sér til að fá list sína sýnda eða þiggja þóknanir sem eru skammarlega lágar. Dæmin sýna hins vegar að sýningarstjórum eru greidd mannsæmandi laun, talsverðar fjárhæðir fara í sýningarskrár og boðskort á opnanir en svo þegar það kemur að því að borga listamönnunum sjálfum laun virðist buddan nær tóm. Í sumum tilfellum fá þeir ekki einu sinni efniskostnað endugreiddan, hvað þá laun fyrir vinnu við verkin og þóknun fyrir hugverkin. Væntanlega er hugsunin á bak við þessa tímaskekkju og lögbrot sú að myndlistarmennirnir muni fá kynningu sem gerir þeim kleift að selja verk sín. Hins vegar er það staðreynd að sýningar á opinberum söfnum hérlendis eru ekki sölusýningar svo að slík rök eru í besta falli getgátur framtíðar.
Þung ábyrgð fylgir því að hlunnfara einn hóp einstaklinga um laun fyrir atvinnu. Viðkomandi hópur eignast ekki lífeyrisréttindi og er auðsótt fórnarlamb fátæktar bæði á yngri og efri árum með tilheyrandi afleiðingum.
Stjórn SÍM hefur lagt fram hóflega tillögu til að bæta úr þessu ólögmæta ástandi sem felst í svokölluðum Framlagssamningi að sænskri fyrirmynd sem tryggir listamönnum lágmarkslaun fyrir vinnu sína með tilteknum útreikningum. Þrátt fyrir að allir aðilar sem koma nálægt þessum smánarbletti á íslensku listalífi hrópi sig hása um að þeir styðji sjálfsagða kröfu myndlistarmanna til launa fyrir störf sín, hafa íslensk söfn að miklum meiri hluta hafnað þessum samning án þess að koma með haldbærar móttilögur. Einungis örfá safnanna hafa óskað eftir viðbótar fjárframlögum til að greiða listamönnum laun en þó hafa söfnin augljósa hagsmuni af því að þessir myndlistarmenn geti dregið fram lífið og skapað meiri list án þess að vera bugaðir af afkomukvíða eða þreytu vegna aukastarfa.
Þess ber að geta að heildarfjárhæðin sem upp á vantar til að greitt sé í samræmi við umræddan samning nemur innan við 30 milljónum króna m.v. sýningardagsrká ársins 2017. Þetta skyldi skoðast í því augljósa samhengi að ferðamannaiðnaðurinn skilar stórauknum tekjum í formi miðasölu á myndlistarsöfn hérlendis.
Með þessari grein er stórnvöldum í forsvari menningaramála og þeim sem standa að sýningum á myndlist hérlendis vonandi komið í skilning um ólögmæti þessa ástands. Það er mat undirritaðrar að ef fram fer sem horfir geti myndast bótaskylda á þá opinberu aðila sem sinna ekki lögbundnum skyldum um að greiða sanngjörn laun fyrir vinnu sem myndlistarmenn inna af hendi.
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar