Hátt í 700 tilkynningar um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 19:30 Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. Barnaheill hefur frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Sérstaka ábendingalínu, sem starfrækt er í samstarfi við ríkislögreglustjóra, er að finna á vefsíðu samtakanna, en þar er hægt að senda inn nafnlausar ábendingar um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu, mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum og fleira. Alls bárust 649 tilkynningar í gegnum ábendingalínuna á síðasta ári, og þar af leiddu sex þeirra til frekari rannsóknar lögreglu. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir tilkynningarnar talsvert færri en áður. „Það getur verið vegna þess að innan samfélagsmiðlanna eru tilkynningakerfi og folk notar þau kerfi örugglega í auknum mæli. Svo er kannski umræðan of hljóðlát undanfarin misseri. Það er full ástæða til að vekja aftur athygli á dreifingu myndefnis á netinu,” segir Þóra. Dreifing myndefnis geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Nú er auðvitað uppi gríðarlega hávær umræða um það sem kallast sexting sem getur leitt það af sér að fólk verður fyrir kúgun eða hótunum ef það deilir ekki myndum af sér. Ef einu sinni er komin mynd á netið sem inniheldur nekt eða einhvers konar ofbeldi gegn barni er hægt að nýta þá mynd í þeim tilgangi að fá meira, að kalla eftir meiru," segir hún, og hvetur fólk jafnframt til þess að kynna sér ábendingalínu Barnaheilla. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. Barnaheill hefur frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Sérstaka ábendingalínu, sem starfrækt er í samstarfi við ríkislögreglustjóra, er að finna á vefsíðu samtakanna, en þar er hægt að senda inn nafnlausar ábendingar um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu, mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum og fleira. Alls bárust 649 tilkynningar í gegnum ábendingalínuna á síðasta ári, og þar af leiddu sex þeirra til frekari rannsóknar lögreglu. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir tilkynningarnar talsvert færri en áður. „Það getur verið vegna þess að innan samfélagsmiðlanna eru tilkynningakerfi og folk notar þau kerfi örugglega í auknum mæli. Svo er kannski umræðan of hljóðlát undanfarin misseri. Það er full ástæða til að vekja aftur athygli á dreifingu myndefnis á netinu,” segir Þóra. Dreifing myndefnis geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Nú er auðvitað uppi gríðarlega hávær umræða um það sem kallast sexting sem getur leitt það af sér að fólk verður fyrir kúgun eða hótunum ef það deilir ekki myndum af sér. Ef einu sinni er komin mynd á netið sem inniheldur nekt eða einhvers konar ofbeldi gegn barni er hægt að nýta þá mynd í þeim tilgangi að fá meira, að kalla eftir meiru," segir hún, og hvetur fólk jafnframt til þess að kynna sér ábendingalínu Barnaheilla.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira