Lækkum kostnað sjúklinga Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifa 26. maí 2017 14:24 Á síðasta kjörtímabili náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í þverpólitískri sátt innan velferðarnefndar Alþingis. Sáttin var byggð á lögum um sjúkratryggingar sem höfðu það meginmarkmið að lækka kostnað langveikra einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Það var gríðarlega mikilvægt þar sem mjög hár heilbrigðiskostnaður var mörgum langveikum einstaklingum erfiður. Öll þekkjum við fréttir af einstaklingum sem hafa þurft að borga mörg hundruð þúsund krónur vegna læknismeðferðar og hefur það, að veikjast alvarlega, sett fjárhag margra þessara einstaklinga í uppnám. Þessi sátt var um að hámarksgreiðslur einstaklinga í heilbrigðiskerfinu yrðu ekki meiri en 50 þúsund á ári en ekki meiri en 33 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Það var því mikið gleðiefni þegar þessi þverpólitíska sátt tókst innan velferðarnefndar en í upphafi var gert ráð fyrir 95,200 hámarksþaki á ári. Þá upphæð gátu nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sætt sig við. Þessi lög tóku gildi þann 1. maí s.l. og nú standast ekki samþykktir þingsins. Lögin eru á þann veg að hámarksþakið er nú 70 þúsund á ári en 46 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Hér er því ekki um að ræða þær upphæðir sem þverpólitísk sátt náðist um innan velferðarnefndar og ekki heldur í samræmi við samþykkt Alþingis sumarið 2016. Það er með öllu óásættanlegt. Nauðsynlegt er að hámarksþak sjúkratryggðra í heilbrigðiskerfinu verði til samræmis við þá þverpólitísku sátt sem náðist í vinnslu velferðarnefndar og með samþykkt Alþings sumarið 2016. Okkur framsóknarmönnum finnst mikilvægt að næstu skref í átt að betra og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi verði ákveðin í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar þarf að setja fram raunhæfa, tímasetta áætlun um hvernig tannlækningar, sálfræðikostnaður og aukinn stuðningur vegna ferðakostnaðar sjúklinga verði felldur undir greiðsluþátttökukerfið. Auk þessa leggjum við framsóknarmenn áherslu á að tímasett verði hvenær greiðsluþátttökukerfi lyfja - og heilbrigðiskostnaðar renni saman í eitt sanngjarnara kerfi. Allar þessar aðgerðir þurfa að vera kostnaðargreindar og að fullu fjármagnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í þverpólitískri sátt innan velferðarnefndar Alþingis. Sáttin var byggð á lögum um sjúkratryggingar sem höfðu það meginmarkmið að lækka kostnað langveikra einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Það var gríðarlega mikilvægt þar sem mjög hár heilbrigðiskostnaður var mörgum langveikum einstaklingum erfiður. Öll þekkjum við fréttir af einstaklingum sem hafa þurft að borga mörg hundruð þúsund krónur vegna læknismeðferðar og hefur það, að veikjast alvarlega, sett fjárhag margra þessara einstaklinga í uppnám. Þessi sátt var um að hámarksgreiðslur einstaklinga í heilbrigðiskerfinu yrðu ekki meiri en 50 þúsund á ári en ekki meiri en 33 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Það var því mikið gleðiefni þegar þessi þverpólitíska sátt tókst innan velferðarnefndar en í upphafi var gert ráð fyrir 95,200 hámarksþaki á ári. Þá upphæð gátu nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sætt sig við. Þessi lög tóku gildi þann 1. maí s.l. og nú standast ekki samþykktir þingsins. Lögin eru á þann veg að hámarksþakið er nú 70 þúsund á ári en 46 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Hér er því ekki um að ræða þær upphæðir sem þverpólitísk sátt náðist um innan velferðarnefndar og ekki heldur í samræmi við samþykkt Alþingis sumarið 2016. Það er með öllu óásættanlegt. Nauðsynlegt er að hámarksþak sjúkratryggðra í heilbrigðiskerfinu verði til samræmis við þá þverpólitísku sátt sem náðist í vinnslu velferðarnefndar og með samþykkt Alþings sumarið 2016. Okkur framsóknarmönnum finnst mikilvægt að næstu skref í átt að betra og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi verði ákveðin í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar þarf að setja fram raunhæfa, tímasetta áætlun um hvernig tannlækningar, sálfræðikostnaður og aukinn stuðningur vegna ferðakostnaðar sjúklinga verði felldur undir greiðsluþátttökukerfið. Auk þessa leggjum við framsóknarmenn áherslu á að tímasett verði hvenær greiðsluþátttökukerfi lyfja - og heilbrigðiskostnaðar renni saman í eitt sanngjarnara kerfi. Allar þessar aðgerðir þurfa að vera kostnaðargreindar og að fullu fjármagnaðar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun