Iceland er okkar! Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. maí 2017 08:00 Yfirgangur bresku verslanakeðjunnar Iceland skal stöðvaður. Nýlega var mál stjórnvalda gegn bresku verslanakeðjunni Iceland kynnt af fulltrúum Íslands á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunarinnar um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir. Verslanakeðjan hefur um árabil beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópu á vörum sínum og þjónustu. Forsaga málsins er sú að í nóvember sl. greip utanríkisráðuneytið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslanakeðjunni Iceland vegna óbilgirni fyrirtækisins. Breska fyrirtækið hefur einkarétt á nafninu Iceland í öllum löndum Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að einkaleyfið verði ógilt þar sem það þykir of víðtækt og kemur í veg fyrir að íslenskir aðilar geti vísað til landfræðilegs uppruna síns. Þetta mál snýst um grundvallaratriði, það er ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu „Iceland“ í öllum löndum Evrópusambandsins. Það kemur í veg fyrir að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti skráð vöru sína með tilvísun í upprunalandið Ísland. Málið hefur alþjóðlega skírskotun vegna áhrifa á vöru- og þjónustuviðskipti og miklir hagsmunir eru í húfi. Verslanakeðjan hefur ítrekað kvartað til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Aðgerðir verslanakeðjunnar hafa m.a. bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland, en undir þeim hatti hefur Ísland verið markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Þannig hefur verslanakeðjan beitt sér gegn íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum. Það er sanngjarnt að íslenskir aðilar geti vísað til upprunalandsins ef þeir kjósa svo í markaðsstarfi sínu erlendis. Ísland hefur jákvæða ímynd í hugum neytenda. Tilraunir og viðleitni stjórnvalda á sínum tíma til að semja um sanngjarna lausn á vandanum skiluðu engu. Nýlegum aðgerðum stjórnvalda ber að fagna. Brýnt er að íslensk stjórnvöld gefi hvergi eftir, þannig að erlendir aðilar á borð við verslanakeðjuna Iceland geti ekki einokað nafnið Iceland eða aðrar erlendar tilvísanir til Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirgangur bresku verslanakeðjunnar Iceland skal stöðvaður. Nýlega var mál stjórnvalda gegn bresku verslanakeðjunni Iceland kynnt af fulltrúum Íslands á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunarinnar um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir. Verslanakeðjan hefur um árabil beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópu á vörum sínum og þjónustu. Forsaga málsins er sú að í nóvember sl. greip utanríkisráðuneytið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslanakeðjunni Iceland vegna óbilgirni fyrirtækisins. Breska fyrirtækið hefur einkarétt á nafninu Iceland í öllum löndum Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að einkaleyfið verði ógilt þar sem það þykir of víðtækt og kemur í veg fyrir að íslenskir aðilar geti vísað til landfræðilegs uppruna síns. Þetta mál snýst um grundvallaratriði, það er ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu „Iceland“ í öllum löndum Evrópusambandsins. Það kemur í veg fyrir að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti skráð vöru sína með tilvísun í upprunalandið Ísland. Málið hefur alþjóðlega skírskotun vegna áhrifa á vöru- og þjónustuviðskipti og miklir hagsmunir eru í húfi. Verslanakeðjan hefur ítrekað kvartað til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Aðgerðir verslanakeðjunnar hafa m.a. bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland, en undir þeim hatti hefur Ísland verið markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Þannig hefur verslanakeðjan beitt sér gegn íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum. Það er sanngjarnt að íslenskir aðilar geti vísað til upprunalandsins ef þeir kjósa svo í markaðsstarfi sínu erlendis. Ísland hefur jákvæða ímynd í hugum neytenda. Tilraunir og viðleitni stjórnvalda á sínum tíma til að semja um sanngjarna lausn á vandanum skiluðu engu. Nýlegum aðgerðum stjórnvalda ber að fagna. Brýnt er að íslensk stjórnvöld gefi hvergi eftir, þannig að erlendir aðilar á borð við verslanakeðjuna Iceland geti ekki einokað nafnið Iceland eða aðrar erlendar tilvísanir til Íslands.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar