Forseti Íslands hvetur roskna Hafnfirðinga til að hreyfa sig Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2017 15:55 Forseti og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við Packard-bifreið embættis forseta Íslands. Ekki kemur fram á vef forsetans hver konan á milli þeirra er. En hún heitir Valgerður Sigurðardóttir og er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri. Forseti Íslands Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri.
Forseti Íslands Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels