Lögreglan var tilbúin að rýma hverfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 09:57 Mikill eldur logaði, og sömuleiðis lagði mikinn reyk frá húsnæðinu. mynd/lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra
Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07