Jón Þór biðlar til forsetans Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2017 13:27 Jón Þór biðlar til forsetans og vill hvetja hann að skrifa ekki undir lög um Landsrétt og skipan dómara við hann. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira