Nýr Landspítali og „borgarlína“ Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2017 11:00 Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun