Útlit fyrir enn eitt metið í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 19:00 Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira