Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. júlí 2017 09:45 Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar