Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 08:30 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði refsiaðgerðirnar herða á skrúfunum gegn á helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira