Panamaþátturinn með Sigmundi Davíð tilnefndur til Emmy-verðlauna Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 17:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist frá völdum eftir að viðtalið við Uppdrag granskning birtist í apríl í fyrra. Vísir Sænski fréttastkýringaþátturinn Uppdrag granskning sem afhjúpaði aflandsfélagseign Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, er tilnefndur til Emmy-verðlauna. „Herra forsætisráðherra, hvað geturðu sagt mér um félag sem nefnist Wintris?“ spurði fréttamaðurinn Sven Bergman þáverandi forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í viðtalinu afdrifaríka. Viðtalið birtist í Kastljósi á Ríkisútvarpinu sunnudagskvöldið 3. apríl í fyrra. Tveimur dögum seinna sagði Sigmundur Davíð af sér. Ríkisstjórnin sat áfram en alþingiskosningum var flýtt vegna sviptinganna í kringum Panamaskjölin. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, og Ólöf heitin Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, voru einnig nefnd í skjölunum.Sýnt um allan heimÍ frétt sænska ríkissjónvarpsins SVT sem framleiðir Upppdrag granskning kemur fram að þátturinn sé tilnefndur til alþjóðlegra Emmy-verðlauna í flokki dægurmála. Á vefsíðu alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna kemur fram að Panamaskjölin hafi markað tímamót í alþjóðlegri baráttu gegn skattsvikum og peningaþvætti. Viðtal Oppdrag granskning við Sigmund Davíð um aflandseigur hans hafi verið birt um allan heim. Jóhannes Kr. Kristjánsson, rannsóknablaðamaður Reykjavík Media, vann að þættinum með Oppdrag granskning. Emmy Panama-skjölin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Sænski fréttastkýringaþátturinn Uppdrag granskning sem afhjúpaði aflandsfélagseign Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, er tilnefndur til Emmy-verðlauna. „Herra forsætisráðherra, hvað geturðu sagt mér um félag sem nefnist Wintris?“ spurði fréttamaðurinn Sven Bergman þáverandi forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í viðtalinu afdrifaríka. Viðtalið birtist í Kastljósi á Ríkisútvarpinu sunnudagskvöldið 3. apríl í fyrra. Tveimur dögum seinna sagði Sigmundur Davíð af sér. Ríkisstjórnin sat áfram en alþingiskosningum var flýtt vegna sviptinganna í kringum Panamaskjölin. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, og Ólöf heitin Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, voru einnig nefnd í skjölunum.Sýnt um allan heimÍ frétt sænska ríkissjónvarpsins SVT sem framleiðir Upppdrag granskning kemur fram að þátturinn sé tilnefndur til alþjóðlegra Emmy-verðlauna í flokki dægurmála. Á vefsíðu alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna kemur fram að Panamaskjölin hafi markað tímamót í alþjóðlegri baráttu gegn skattsvikum og peningaþvætti. Viðtal Oppdrag granskning við Sigmund Davíð um aflandseigur hans hafi verið birt um allan heim. Jóhannes Kr. Kristjánsson, rannsóknablaðamaður Reykjavík Media, vann að þættinum með Oppdrag granskning.
Emmy Panama-skjölin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira