Stjórnmál og lygar Þorvaldur Gylfason skrifar 3. ágúst 2017 10:00 Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun