Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 30-27 | Sigurbjörg fór fyrir Íslandsmeisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 21:45 Framkonur fagna. vísir/ernir Fram gaf tóninn fyrir komandi tímabil í Olísdeildinni með því að leggja Stjörnuna að velli í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Fyrirliðinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir stal senunni í kvöld og skoraði níu mörk fyrir Íslandsmeistarana. Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir sneru báðar aftur í lið Fram í kvöld eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennskunni og spiluðu vel. En það var hinn þaulreyndi fyrirliði Fram sem stal senunni en auk hennar átti Guðrún Ósk Maríasdóttir góðan leik í marki Fram í síðari hálfleik. Stjörnukonur mæta til leiks með nokkuð breytt lið frá síðustu leiktíð. Meðal nýrra leikmanna eru skytturnar Ramune Pekarskyte og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Sú fyrrnefnda nýtti skotin sín ekki nógu vel en Þórey Anna átti fína spretti í kvöld. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu reyndar betur í leiknum og leiddu verðskuldað að loknum fyrri hálfleik, 17-13. Vörn Stjörnunnar hélt vel og skilaði liðinu mörgum hraðaupphlaupum. Fram varð sömuleiðis fyrir áfalli er Karen haltraði af velli á 28. mínútu eftir að hafa snúið sig illa á ökkla. Hún kom ekki meira við sögu í leiknum. Stjörnukonur voru enn með tveggja marka forystu, 22-20, þegar Ragnheiður Júlíusdóttir fór af velli eftir að hafa fengið beint rautt spjald fyrir að brjóta á Brynhildi Kjartansdóttur, sem féll við brotið og meiddist á hönd. Hún var þar með úr leik og stuttu síðar fór Rakel Dögg Bragadóttir sömu leið eftir hennar þriðju brottvísun. Þar með virtist allt loft úr Stjörnustúlkum og Framarar, með þær Sigurbjörgu og Guðrúnu fremstar í flokki, tóku völdin í þessum leik og sigu fram úr á lokakaflanum. Fram mætir því til leiks með sterkt lið og skýr skilaboð. Sjálfsagt reikna flestir með því að þessi tvö lið verði sterkust í deildinni í vetur, rétt eins og á síðasta tímabili, en Stjörnukonur vilja sjálfsagt hefna fyrir þetta tap sem allra fyrst.Stefán: Sigurbjörg er fyrirliði og þetta á hún að gera Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var ánægður með sína leikmenn eftir sigurinn á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en náðum að koma til baka. Við vorum með átta tapaða bolta sem var of mikið. En seinni hálfleikur var góður og ég var ánægður með hann,“ sagði Stefán. „Við misstum mikilvæga leikmenn út af en við náðum að halda dampi og ég var ánægður með það.“ Karen Knútsdóttir fór meidd af velli og Ragnheiður Júlíusdóttir fékk að líta beint rautt spjald. Samt keyrði Fram yfir Stjörnuna á lokakaflanum og munaði þar mestu um Sigurbjörgu Jóhannsdóttur sem skoraði níu mörk í kvöld. „Hún er fyrirliði og hún á að draga vagninn fyrir okkur,“ sagði Stefán aðspurður um hennar þátttöku í kvöld. Svo mörg voru þau orð.Halldór Harri: Við urðum þreyttar Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leiknum í kvöld. „Við spiluðum á kafla virkilega vel en það munaði miklu um að missa Brynhildi af velli í seinni hálfleik. Svo þegar Rakel fékk rautt urðum við þreyttar,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn. „En það voru margir góðir kaflar. Við fengum mikið af hraðaupphlaupum. Það er hins vegar of mikið að fá 30 mörk á okkur,“ bætti hann við. Hann hrósaði nýju leikmönnunum í sínu liði. „Þær eru að koma ágætlega inn í þetta en þurfa meiri tíma eins og aðrir. Þetta er bara rétt að byrja.“Þórey Rósa: Eins og að koma aftur í tímann Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir var ánægð með að vera komin aftur heim í íslenska handboltann eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennskunni. Hún skoraði sjö mörk fyrir Fram og átti skínandi leik, er hennar lið varð meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni, 30-27. „Hreinskilningslega sagt fannst mér í fyrstu að ég væri koma aftur í tímann. En þetta er góð tilfinning. Ísland er best. Það er gaman að koma heim og allir hafa tekið vel á móti manni,“ sagði Þórey Rósa. Hún segist ánægð með stöðuna á liði Fram í upphafi tímabils. „Það var sterkt að klára þetta í kvöld og sýnir góða liðsheild. Þetta var eins og í fótbolta - þegar einn leikmaður fær rautt þá stíga allir aðrir upp. Ég var ánægð með Sibbu og Guðrúnu, þær spiluðu vel í seinni hálfleik.“ „Við erum með þétt lið og erum með pressu á okkur í vetur. Við ætlum að standast hana. Þetta var fyrsti titillinn núna en við vitum að þetta verður alls ekki gefið fyrir okkur í vetur eins og svo margir vilja meina.“Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.vísir/ernirHalldór Harri ræðir við Stjörnustelpurnar.vísir/ernirStefán heldur áfram að safna titlum.vísir/ernirÞórey Rósa skoraði sjö stig.vísir/ernir Íslenski handboltinn
Fram gaf tóninn fyrir komandi tímabil í Olísdeildinni með því að leggja Stjörnuna að velli í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Fyrirliðinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir stal senunni í kvöld og skoraði níu mörk fyrir Íslandsmeistarana. Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir sneru báðar aftur í lið Fram í kvöld eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennskunni og spiluðu vel. En það var hinn þaulreyndi fyrirliði Fram sem stal senunni en auk hennar átti Guðrún Ósk Maríasdóttir góðan leik í marki Fram í síðari hálfleik. Stjörnukonur mæta til leiks með nokkuð breytt lið frá síðustu leiktíð. Meðal nýrra leikmanna eru skytturnar Ramune Pekarskyte og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Sú fyrrnefnda nýtti skotin sín ekki nógu vel en Þórey Anna átti fína spretti í kvöld. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu reyndar betur í leiknum og leiddu verðskuldað að loknum fyrri hálfleik, 17-13. Vörn Stjörnunnar hélt vel og skilaði liðinu mörgum hraðaupphlaupum. Fram varð sömuleiðis fyrir áfalli er Karen haltraði af velli á 28. mínútu eftir að hafa snúið sig illa á ökkla. Hún kom ekki meira við sögu í leiknum. Stjörnukonur voru enn með tveggja marka forystu, 22-20, þegar Ragnheiður Júlíusdóttir fór af velli eftir að hafa fengið beint rautt spjald fyrir að brjóta á Brynhildi Kjartansdóttur, sem féll við brotið og meiddist á hönd. Hún var þar með úr leik og stuttu síðar fór Rakel Dögg Bragadóttir sömu leið eftir hennar þriðju brottvísun. Þar með virtist allt loft úr Stjörnustúlkum og Framarar, með þær Sigurbjörgu og Guðrúnu fremstar í flokki, tóku völdin í þessum leik og sigu fram úr á lokakaflanum. Fram mætir því til leiks með sterkt lið og skýr skilaboð. Sjálfsagt reikna flestir með því að þessi tvö lið verði sterkust í deildinni í vetur, rétt eins og á síðasta tímabili, en Stjörnukonur vilja sjálfsagt hefna fyrir þetta tap sem allra fyrst.Stefán: Sigurbjörg er fyrirliði og þetta á hún að gera Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var ánægður með sína leikmenn eftir sigurinn á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en náðum að koma til baka. Við vorum með átta tapaða bolta sem var of mikið. En seinni hálfleikur var góður og ég var ánægður með hann,“ sagði Stefán. „Við misstum mikilvæga leikmenn út af en við náðum að halda dampi og ég var ánægður með það.“ Karen Knútsdóttir fór meidd af velli og Ragnheiður Júlíusdóttir fékk að líta beint rautt spjald. Samt keyrði Fram yfir Stjörnuna á lokakaflanum og munaði þar mestu um Sigurbjörgu Jóhannsdóttur sem skoraði níu mörk í kvöld. „Hún er fyrirliði og hún á að draga vagninn fyrir okkur,“ sagði Stefán aðspurður um hennar þátttöku í kvöld. Svo mörg voru þau orð.Halldór Harri: Við urðum þreyttar Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leiknum í kvöld. „Við spiluðum á kafla virkilega vel en það munaði miklu um að missa Brynhildi af velli í seinni hálfleik. Svo þegar Rakel fékk rautt urðum við þreyttar,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn. „En það voru margir góðir kaflar. Við fengum mikið af hraðaupphlaupum. Það er hins vegar of mikið að fá 30 mörk á okkur,“ bætti hann við. Hann hrósaði nýju leikmönnunum í sínu liði. „Þær eru að koma ágætlega inn í þetta en þurfa meiri tíma eins og aðrir. Þetta er bara rétt að byrja.“Þórey Rósa: Eins og að koma aftur í tímann Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir var ánægð með að vera komin aftur heim í íslenska handboltann eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennskunni. Hún skoraði sjö mörk fyrir Fram og átti skínandi leik, er hennar lið varð meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni, 30-27. „Hreinskilningslega sagt fannst mér í fyrstu að ég væri koma aftur í tímann. En þetta er góð tilfinning. Ísland er best. Það er gaman að koma heim og allir hafa tekið vel á móti manni,“ sagði Þórey Rósa. Hún segist ánægð með stöðuna á liði Fram í upphafi tímabils. „Það var sterkt að klára þetta í kvöld og sýnir góða liðsheild. Þetta var eins og í fótbolta - þegar einn leikmaður fær rautt þá stíga allir aðrir upp. Ég var ánægð með Sibbu og Guðrúnu, þær spiluðu vel í seinni hálfleik.“ „Við erum með þétt lið og erum með pressu á okkur í vetur. Við ætlum að standast hana. Þetta var fyrsti titillinn núna en við vitum að þetta verður alls ekki gefið fyrir okkur í vetur eins og svo margir vilja meina.“Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.vísir/ernirHalldór Harri ræðir við Stjörnustelpurnar.vísir/ernirStefán heldur áfram að safna titlum.vísir/ernirÞórey Rósa skoraði sjö stig.vísir/ernir
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti