Traust Henry Alexander Henrysson skrifar 19. september 2017 07:00 Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur horfum við fram á kreppu í íslenskum stjórnmálum. Hneykslismál og stjórnarkreppur hafa gengið yfir með reglulegu millibili á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að traust til kjörinna fulltrúa hefur líklega aldrei verið minna. Rannsakendur sem tengjast Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa verið spurðir í fjölmiðlum út í þessi mál og reynt að bregðast við eftir bestu getu. Tilefni þess að álits þeirra hefur verið leitað er að sífellt fleiri hafa gert sér grein fyrir að stjórnmálum fylgir vídd sem tengist hvorki lagastoðum né efnahagsárangri heldur siðferði þeirra sem í þeim starfa. Vissulega er það svo ágæt spurning hvort fólk sem fæst við siðfræði geti titlað sig sérfræðinga í öðru en eigin rannsóknum. Það hefur hins vegar verið metið svo að þessi mál hafi haft þráð sem tengist hefðbundinni siðfræði náið og því verið reynt að koma ákveðnum skilgreiningum á framfæri. Þegar kjörinn fulltrúi tekur sæti gengur hann inn í ákveðinn siðferðilegan veruleika sem fylgir hlutverkinu. Hvort sem fulltrúinn gerir sér grein fyrir því eða ekki fylgir hlutverkinu ákveðin ábyrgð og fjöldi skyldna sem eiga sér rætur í eðli hlutverksins. Ábendingar um að fulltrúar hafi ekki gætt að siðferðilegum skyldum sínum vísa því hvorki út í himingeiminn né í innra tilfinningalíf viðkomandi heldur mun jarðtengdara fyrirkomulag þar sem mál- og athafnafrelsi og margvíslegum réttindum fylgja ákveðnar kvaðir. Þetta er ástæða þess að lítið þýðir fyrir kjörna fulltrúa að stara undrandi í myndavélar og spyrja hvers vegna aðrar siðferðilegar kröfur séu gerðar til þeirra en almennings. Og hvers vegna lagabókstafur og efnahagstölur dugi ekki til að verjast gagnrýni. Traust er yfirleitt aðstæðubundið. Hvert og eitt okkar treystir varla nokkurri manneskju skilyrðislaust. Ég gæti treyst lækni fyrir lífi barna minni en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Og ástæða þess að við treystum fagfólki er að það hefur sýnt okkur skilning á hlutverki sínu. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki að þeir hafi skilning á siðferðilegu eðli starfs síns. Við sýnum öll dómgreindarleysi í störfum okkar og einkalífi. Skilningurinn kemur fram í hvernig við bregðumst við þegar á dómgreindarleysið er bent. Þar hefur mikið skort á undanfarin ár. Greinarhöfundur er sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun