Ungt fólk situr eftir Marinó Örn Ólafsson skrifar 5. október 2017 13:27 Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar