Eina kerfið sem veit best Pawel Bartoszek skrifar 4. október 2017 07:00 Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef lesið margar greinar á ákveðnum hægrisíðum þar sem kerfinu er bölvað. Í greinunum kemur fyrir vondur embættismaður sem, umboðslaus, stöðvar allar framfarir og gerir venjulegu fólki lífið leitt. Embættismaður á Samgöngustofu neitar bátum um leyfi til að flytja fólk á þjóðhátíð. Skriffinnar hjá Umhverfisstofnun tefja einhverjar atvinnuskapandi framkvæmdir. Jafnréttisstofa ofsækir heiðvirð fyrirtæki og Samkeppnisstofnun leggst gegn sjálfsagðri hagræðingu í rekstri. Kerfið að henda skrúfjárni í gangverk framfara. Vonda kerfið! „Faglegar ráðningar“ eru helst ekki nefndar nema innan gæsalappa. Þegar kerfið leggur til dómara að loknu ákveðnu ferli þá má ekki eftirláta kerfinu einu það vald. Nei, stjórnmálamaðurinn hefur umboðið. Hann hefur ábyrgðina og þar með valdið. Það er eðlilegt að hann ráði þessu. Því að við vitum að „fagmenn“ eru innst inni bara fólk. Það þýðir ekki að treysta í blindni á kerfið. En í einum málaflokki er kerfið frábært. Það eru útlendingamálin. Þar verður kerfið að fá að stjórna. Ef menn draga niðurstöður kerfisins í efa þá eru menn að ráðast á fagfólkið. Ef menn vilja breyta þeim reglum sem kerfið starfar eftir þá eru menn að ráðast á kerfið. Ef menn fylgja ekki ráðleggingum embættismanna þá eru menn í afneitun. Ef menn bregðast við fréttaflutningi og vilja kafa ofan í einstök mál þá eru menn að grafa undan kerfinu. Tilraunir til að setja sig á móti niðurstöðum kerfisins, útlendingakerfisins, eru uppnefndar sem geðþóttaákvarðanir. Geðþóttaákvarðanir sem drifnar eru áfram á tilfinningum og barnslegri linkind. Tilraunum til að hnekkja á niðurstöðum annarra kerfa er aldrei andmælt með þessum hætti. Að lokum, eitt dæmi um þessa kerfisdýrkun: Í dag fá flestir ríkisborgararétt gegnum Útlendingastofnum. Enn er þó er glufa sem heimilar Alþingi að veita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem uppfylla ekki skilyrði laganna. Þetta er heimild sem er nýtt í undantekningartilfellum. Þessari glufu vill sumt fólk loka. Því í þessum málaflokki þá verða lögin bara að gilda, punktur. Í þessum málaflokki vita fagmennirnir best. Í þessum málaflokki verður allt vald að vera hjá kerfinu. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar