„Þröngsýni vex ásmegin og stjórnmál okkar virðast viðkvæmari gagnvart samsæriskenningum og hreinum lygum,“ sagði Bush. Hann sagði þröngsýni og rasisma vera gegn gildum Bandaríkjanna og nauðsyn væri að bæta kennslu borgaralegra gilda í skólum Bandaríkjanna.
Þá sagði Bush að ungir Bandaríkjamenn þyrftu jákvæðar fyrirmyndir.
„Einelti og fordómar í opinberu lífi setur þjóðartóninn. Það opnar á hatur og fordóma og stefnir siðferðislegri kennslu barna okkar í voða.“
Jeb Bush keppti við Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra og hvorki Bush yngri né eldri létu sjá sig á landsþingi flokksins í júlí í fyrra þegar Trump fékk tilnefningu flokksins formlega. Þar að auki neituðu þeir að kjósa hann í nóvember.
Bush mætti þó á innsetningarathöfn Trump og eftir ræðu forsetans mun Bush hafa sagt: „Þetta var skrítinn skítur“, eða „That was some weird shit“, um ræðuna.