Lífið

James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“

Birgir Olgeirsson skrifar
James Van Der Beek.
James Van Der Beek. Vísir/Getty

Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi síðustu vikuna.



Einnig vakti athygli þegar leikarinn Terry Crews steig fram og sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni.



Nú hefur leikarinn James Van Der Beek, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Dawson´s Creek sagt frá því sem hann hefur upplifað á ferli sínum í Hollywood en í Twitter-færslu sem hann ritaði í gærkvöldi sagðist hann skilja vel þær konur sem þorðu ekki að segja frá þeirri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.



„Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum. Ég hef verið króaður af í óviðeigandi kynferðislegum samræðum þegar ég var mun yngri,“ segir Van Der Beek sem var tvítugur þegar hann var ráðinn til að leika aðalhlutverkið í Dawson´s Creek.



„Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá,“ segir Van Der Beek og tekur fram að slík hörmuleg upplifun virðist oft vera óyfirstíganleg.


Tengdar fréttir

Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi

Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.