Staða kvenna á Alþingi sterkust í Framsókn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Alþjóðaefnahagsráðinu mælist hvergi meiri jöfnuður á milli kynjanna en á Íslandi en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þetta er níunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti. Þegar kynjajafnrétti er mælt er litið til fjögurra þátta; heilbrigði, menntunar, efnahagslegrar stöðu og stjórnmálaþátttöku. Þrátt fyrir að þetta sé afar góð niðurstaða, þá er niðurstaða alþingiskosninganna vonbrigði þegar litið er til jafnréttissjónarmiða. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin í þinginu ekki verið verri síðan árið 2007. Konur verða því aðeins 38% þingmanna í stað 47,6% eftir kosningarnar árið 2016, þegar 30 konur og 33 karlar tóku sæti á Alþingi. Vert er að hafa í huga að einungis tólf þjóðir í heiminum geta státað af því að hafa hlutfall kvenna á þingi yfir 40%. Kynjahlutfallið hjá Framsóknarflokknum er nú hagstæðast allra flokka hjá konum á Alþingi. Ég er stolt af því að tilheyra stjórnmálaafli þar sem staða kvenna á þingi er þetta góð. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem stöðugt þarf að vinna að. Þó okkur hafi ekki tekist að viðhalda sama þingstyrk kvenna í kosningunum nú verðum við að gera það besta úr stöðunni. Tefla verður fram konum í ráðherraembætti og til formennsku í nefndum. Þannig geta stjórnmálaflokkarnir sýnt í verki áherslur sínar í jafnréttismálum og aukið áhrif þeirra á þingi. Í ljósi stöðunnar á Alþingi hvet ég alla þá sem taka þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi þegar framboðslistar til sveitarstjórna verða settir fram. Að sama skapi þurfa konur í enn ríkari mæli að láta til sín taka í stjórnun fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins, vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og leiðrétta kynbundinn launamun. Það er mín trú að þótt kynjahalli sé nú á Alþingi verði rödd þingkvenna sterk á komandi misserum.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaefnahagsráðinu mælist hvergi meiri jöfnuður á milli kynjanna en á Íslandi en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þetta er níunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti. Þegar kynjajafnrétti er mælt er litið til fjögurra þátta; heilbrigði, menntunar, efnahagslegrar stöðu og stjórnmálaþátttöku. Þrátt fyrir að þetta sé afar góð niðurstaða, þá er niðurstaða alþingiskosninganna vonbrigði þegar litið er til jafnréttissjónarmiða. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin í þinginu ekki verið verri síðan árið 2007. Konur verða því aðeins 38% þingmanna í stað 47,6% eftir kosningarnar árið 2016, þegar 30 konur og 33 karlar tóku sæti á Alþingi. Vert er að hafa í huga að einungis tólf þjóðir í heiminum geta státað af því að hafa hlutfall kvenna á þingi yfir 40%. Kynjahlutfallið hjá Framsóknarflokknum er nú hagstæðast allra flokka hjá konum á Alþingi. Ég er stolt af því að tilheyra stjórnmálaafli þar sem staða kvenna á þingi er þetta góð. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem stöðugt þarf að vinna að. Þó okkur hafi ekki tekist að viðhalda sama þingstyrk kvenna í kosningunum nú verðum við að gera það besta úr stöðunni. Tefla verður fram konum í ráðherraembætti og til formennsku í nefndum. Þannig geta stjórnmálaflokkarnir sýnt í verki áherslur sínar í jafnréttismálum og aukið áhrif þeirra á þingi. Í ljósi stöðunnar á Alþingi hvet ég alla þá sem taka þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi þegar framboðslistar til sveitarstjórna verða settir fram. Að sama skapi þurfa konur í enn ríkari mæli að láta til sín taka í stjórnun fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins, vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og leiðrétta kynbundinn launamun. Það er mín trú að þótt kynjahalli sé nú á Alþingi verði rödd þingkvenna sterk á komandi misserum.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar