Eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:30 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim Knúti Rafni og Helenu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Skapti Örn Ólafsson Verðlaunin eru okkur mikil hvatning og klapp á bakið til áframhaldandi verka,“ segir Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Bláskógabyggð. Hann og kona hans, Helena Hermundardóttir, tóku á móti nýsköpunarverðlaunum Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 á fimmtudaginn úr hendi forseta Íslands. Knútur Rafn segir þau hjón deila verðlaununum með sínu frábæra starfsfólki sem sé búið að byggja þetta skemmtilega ævintýri upp með þeim í Friðheimum. Þar reka þau garðyrkjustöð og ferðaþjónustu sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum síðustu ár, ekki síst hestasýningarnar, tómatsúpan og brauðið sem boðið er upp á. En í hverju felst þeirra nýsköpun helst? „Aðallega í því að flétta saman tómataræktunina og ferðaþjónustuna og bjóða alla velkomna að fylgjast með því sem við erum að gera,“ segir Helena. „Svo fær fólk að smakka á afurðunum ef það vill. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með hefðbundið veitingahús heldur matarupplifun og bjóðum upp á ýmsa rétti þar sem tómatarnir koma við sögu. Hvort sem gestir koma í hópum eða sem einstaklingar kynnum við fyrir þeim hvað íslensk garðyrkja snýst um, hvernig við hitum upp gróðurhúsin með jarðvarma og hvernig rafmagnið verður til með vatnsaflinu. Svo vökvum við með okkar frábæra lindarvatni, notum engin eiturefni heldur einungis lífrænar varnir og erum með býflugur til sýnis, þær gegna veigamiklu hlutverki við að frjóvga blómin svo við fáum góða uppskeru.“ Helena stýrir ræktuninni en Knútur Rafn ferðaþjónustunni. „Við erum með mjög gott starfsfólk en erum mikið sýnileg sjálf,“ segir Helena. Hún segir þau hafa byrjað með hestasýningar 2008 því hestar séu ær og kýr Knúts Rafns! „En svo fórum við að bjóða í gróðurhúsið líka og gestum hefur fjölgað mikið. Við fengum þúsund gesti fyrsta árið en í fyrra voru þeir 130 þúsund og ég held það stefni í 150-160 þúsund á þessu ári þannig að þessi litla hliðarbúgrein, að bjóða gestum heim á bæ að skoða hestana, hefur aðeins undið upp á sig. En við höfum aldrei auglýst heldur hefur starfsemin verið eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina og stækkaði og stækkaði.“ Garðyrkja Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verðlaunin eru okkur mikil hvatning og klapp á bakið til áframhaldandi verka,“ segir Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Bláskógabyggð. Hann og kona hans, Helena Hermundardóttir, tóku á móti nýsköpunarverðlaunum Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 á fimmtudaginn úr hendi forseta Íslands. Knútur Rafn segir þau hjón deila verðlaununum með sínu frábæra starfsfólki sem sé búið að byggja þetta skemmtilega ævintýri upp með þeim í Friðheimum. Þar reka þau garðyrkjustöð og ferðaþjónustu sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum síðustu ár, ekki síst hestasýningarnar, tómatsúpan og brauðið sem boðið er upp á. En í hverju felst þeirra nýsköpun helst? „Aðallega í því að flétta saman tómataræktunina og ferðaþjónustuna og bjóða alla velkomna að fylgjast með því sem við erum að gera,“ segir Helena. „Svo fær fólk að smakka á afurðunum ef það vill. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera með hefðbundið veitingahús heldur matarupplifun og bjóðum upp á ýmsa rétti þar sem tómatarnir koma við sögu. Hvort sem gestir koma í hópum eða sem einstaklingar kynnum við fyrir þeim hvað íslensk garðyrkja snýst um, hvernig við hitum upp gróðurhúsin með jarðvarma og hvernig rafmagnið verður til með vatnsaflinu. Svo vökvum við með okkar frábæra lindarvatni, notum engin eiturefni heldur einungis lífrænar varnir og erum með býflugur til sýnis, þær gegna veigamiklu hlutverki við að frjóvga blómin svo við fáum góða uppskeru.“ Helena stýrir ræktuninni en Knútur Rafn ferðaþjónustunni. „Við erum með mjög gott starfsfólk en erum mikið sýnileg sjálf,“ segir Helena. Hún segir þau hafa byrjað með hestasýningar 2008 því hestar séu ær og kýr Knúts Rafns! „En svo fórum við að bjóða í gróðurhúsið líka og gestum hefur fjölgað mikið. Við fengum þúsund gesti fyrsta árið en í fyrra voru þeir 130 þúsund og ég held það stefni í 150-160 þúsund á þessu ári þannig að þessi litla hliðarbúgrein, að bjóða gestum heim á bæ að skoða hestana, hefur aðeins undið upp á sig. En við höfum aldrei auglýst heldur hefur starfsemin verið eins og lítill snjóbolti sem valt niður hæðina og stækkaði og stækkaði.“
Garðyrkja Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira