Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 21:33 Michael Flynn var einn arkítekta stefnu Trump-stjórnarinnar um Bandaríkin fyrst og talaði fyrir bættum tengslum við Rússa. Vísir/AFP Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55
Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22