Domino's Körfuboltakvöld: Þessi voru best í Domino's deildunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 08:00 Kári Jónsson og Danielle Rodriguez Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira