Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 15:18 Manafort hefur lýst yfir sakleysi sínu. Vísir/AFP Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“