Marina Candi nýr prófessor við viðskiptadeild HR Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2018 09:51 Marina Candi hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010. Háskólinn í Reykjavík Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fra í tilkynningu frá skólanum. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem meðal annars stendur fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja. „Hún hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu doktorsnáms við viðskiptafræðideild HR og var forstöðumaður námsins 2010-2017. Rannsóknir Marinu eru á sviði nýsköpunar, einkum er varðar nýsköpun byggða á hönnun, táknrænu gildi og upplifun. Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í yfir 30 greinum í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og ritrýndum bókaköflum. Marina hefur byggt upp öflugt og víðfeðmt samstarfsnet og hefur unnið að rannsóknarverkefnum með fræðimönnum í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún hefur fengið styrki til rannsóknarverkefna hjá Evrópusambandinu og m.a. stýrt tveimur stórum fjögurra ára samstarfsverkefnum, hið fyrra var rannsóknarverkefni á sviði upplifunardrifinnar nýsköpunar og hið síðara á sviði nýsköpunar í viðskiptalíkönum. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors við Luiss Guido Carli háskólann í Róm. Marina er verkfræðingur að mennt og starfaði í tæknigeiranum í um 20 ár eftir að hún lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1985. Hún tók þátt í stofnun, eða var meðal fyrstu hluthafa, þeirra fyrirtækja sem hún starfaði fyrir. Hún starfaði við hugbúnaðarþróun hjá Asymetrix Corporation í Bellevue í Washington 1985-1990 svo og hjá Margmiðlun hf., síðar Betware hf., og loks sem stjórnandi hjá Áliti hf., síðar Anza hf., 1998-2006. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa íslenskra tæknifyrirtækja nær samfellt frá árinu 2000. Marina lauk doktorsprófi í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School árið 2008. Hún hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Ráðningar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta kemur fra í tilkynningu frá skólanum. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem meðal annars stendur fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja. „Hún hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu doktorsnáms við viðskiptafræðideild HR og var forstöðumaður námsins 2010-2017. Rannsóknir Marinu eru á sviði nýsköpunar, einkum er varðar nýsköpun byggða á hönnun, táknrænu gildi og upplifun. Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í yfir 30 greinum í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og ritrýndum bókaköflum. Marina hefur byggt upp öflugt og víðfeðmt samstarfsnet og hefur unnið að rannsóknarverkefnum með fræðimönnum í Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún hefur fengið styrki til rannsóknarverkefna hjá Evrópusambandinu og m.a. stýrt tveimur stórum fjögurra ára samstarfsverkefnum, hið fyrra var rannsóknarverkefni á sviði upplifunardrifinnar nýsköpunar og hið síðara á sviði nýsköpunar í viðskiptalíkönum. Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors við Luiss Guido Carli háskólann í Róm. Marina er verkfræðingur að mennt og starfaði í tæknigeiranum í um 20 ár eftir að hún lauk meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 1985. Hún tók þátt í stofnun, eða var meðal fyrstu hluthafa, þeirra fyrirtækja sem hún starfaði fyrir. Hún starfaði við hugbúnaðarþróun hjá Asymetrix Corporation í Bellevue í Washington 1985-1990 svo og hjá Margmiðlun hf., síðar Betware hf., og loks sem stjórnandi hjá Áliti hf., síðar Anza hf., 1998-2006. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa íslenskra tæknifyrirtækja nær samfellt frá árinu 2000. Marina lauk doktorsprófi í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School árið 2008. Hún hefur gegnt stöðu dósents við HR frá árinu 2010,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Ráðningar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira