Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2018 22:30 Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“ Neytendur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“
Neytendur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira