Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 15:27 Stephen Bannon. Vísir/EPA Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira