Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Aron Ingi Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðaháskólans á Flateyri, segir marga koma að stofnun skólans. Félag um stofnun lýðháskóla á Flateyri „Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust,“ segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir að í fyrstu verði ein eða tvær námsbrautir með tuttugu til fjörutíu nemendum. „Það var stofnað félag um þetta fyrir ári og Flateyringar sýndu þessu mikinn áhuga. Svo fyrir nokkrum mánuðum fékkst vilyrði fyrir að fá styrk til að ráða framkvæmdastjóra,“ segir Helena. Mikil bjartsýni ríki um verkefnið. „Við reiknum með að námið verði tvær annir, en höfum ekki útilokað að fólk geti komið í hálft ár. Svo verður þetta keyrt í lotum, það verður engin hefðbundin námskrá. Námsbrautirnar munu snúast um tónlist, kvikmyndagerð og svo umhverfi og náttúruna. Þá ekki bara náttúruna til að leika sér og skoða heldur líka hvernig hægt er að vinna úr auðlindum hennar eins og tíðkast hefur á svæðinu,“ útskýrir Helena. Á svæðinu er mikil tónlistarsköpun og mikil gróska í kvikmyndagerð og við munum nýta þá krafta sem þar eru,“ segir Helena. Skólinn verði lyftistöng í báðar áttir. „Fólk kemur vestur, lærir og skemmtir sér og hugsanlega vilja einhverjir setja eitthvað af stað og jafnvel setjast að þarna. Svo geta Vestfirðingar miðlað sinni þekkingu áfram þannig að áhrifin geta verið margþætt,“ segir Helena. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
„Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust,“ segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir að í fyrstu verði ein eða tvær námsbrautir með tuttugu til fjörutíu nemendum. „Það var stofnað félag um þetta fyrir ári og Flateyringar sýndu þessu mikinn áhuga. Svo fyrir nokkrum mánuðum fékkst vilyrði fyrir að fá styrk til að ráða framkvæmdastjóra,“ segir Helena. Mikil bjartsýni ríki um verkefnið. „Við reiknum með að námið verði tvær annir, en höfum ekki útilokað að fólk geti komið í hálft ár. Svo verður þetta keyrt í lotum, það verður engin hefðbundin námskrá. Námsbrautirnar munu snúast um tónlist, kvikmyndagerð og svo umhverfi og náttúruna. Þá ekki bara náttúruna til að leika sér og skoða heldur líka hvernig hægt er að vinna úr auðlindum hennar eins og tíðkast hefur á svæðinu,“ útskýrir Helena. Á svæðinu er mikil tónlistarsköpun og mikil gróska í kvikmyndagerð og við munum nýta þá krafta sem þar eru,“ segir Helena. Skólinn verði lyftistöng í báðar áttir. „Fólk kemur vestur, lærir og skemmtir sér og hugsanlega vilja einhverjir setja eitthvað af stað og jafnvel setjast að þarna. Svo geta Vestfirðingar miðlað sinni þekkingu áfram þannig að áhrifin geta verið margþætt,“ segir Helena.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira