Trump ætlaði að reka Mueller Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:53 Donald Trump telur Robert Mueller vanhæfan til að sinna rannsókninni meðal annars vegna málsóknar gegn Jared Kushner, sem sést hér forsetanum á vinstri hönd. VÍSIR/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. Ekkert varð þó af uppsögninni vegna þess að lögmenn og ráðgjafar forsetans hótuðu að segja sjálfir upp störfum ef af yrði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun New York Times en þar er haft eftir forsetaráðgjafanum Donald McGahn að brottrekstur Muellers hefði verið „stórslys“ fyrir embættið. Mikið skrið virðist vera komið á rannsókn Muellers á meintri aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs árið 2016 en fjölmargir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið yfirheyrðir á síðustu vikum vegna rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á RússatengslumRobert Mueller rannsakar tengsl Rússa við forsetann og ráðgjafa hans.VÍSIR/GETTYMeðal þess sem rannsóknarnefnd Muellers kannar er hvort forsetinn og ráðgjafar hans hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar, var rekinn á síðasta ári. Robert Mueller fékk veður af því að forsetinn vildi láta reka sig einhvern tímann á síðustu mánuðum ef marka má umfjöllun NY Times. Um svipað leyti og orðrómurinn um að Mueller væri að undirbúa málsókn gegn forsetanum sagði Donald Trump að þrennt kæmi í veg fyrir það að sérstaki rannsakandinn gæti talist hlutlaus í rannsókn sinni. Að mati Trumps gera eftirfarandi þættir Mueller vanhæfan til að halda rannsókninni áfram: - Að Mueller hafi árið 2011 sagt upp áskrift sinni að golfklúbbi Trumps í Virginu-ríki vegna deilna um greiðslu félagsgjalds. - Að Mueller gæti ekki verið hlutlaus því hann hafi starfað fyrir lögfræðistofu sem rak mál gegn tengdasyni forsetans. - Að Mueller hafi verið boðið að taka við embætti stjórnanda FBI daginn áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi. Hvíta húsið hefur ekki brugðist við frétt New York Times sem byggir á fjórum nafnlausum heimildum. Washington Post birti skömmu síðar eigin frétt um málið sem byggði á ummælum tveggja einstaklinga sem þekkja til uppsagnaráhuga forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00