
Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið
Lögum um útselda starfsmenn hefur ekki verið hægt að beita þar sem þau eiga aðeins við ef kaupandi þjónustu er innlendur aðili en auk þess er hópbifreið ekki skilgreind sem starfsstöð. Þá hefur eftirlit með VSK-skyldu erlendra fyrirtækja ekki gengið sem skyldi, viðurlög hafa ekki verið nógu afgerandi og erlend fyrirtæki því vanvirt skráningu.
Vaxandi umsvif
Umfang erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur magnast mikið undanfarin ár en segja má að samkeppnisstaða þeirra hafi batnað til muna þegar íslensk ferðaþjónusta var gerð VSK-skyld 1. janúar 2016. Erlendir aðilar sem ekki eru á VSK-skrá hér á landi leggja ekki VSK á sína sölu og eykur það framlegð þeirra og samkeppnisforskot. Ætla má að fjöldi erlendra hópbifreiða sem voru í starfsemi á Íslandi sumarið 2017 hafi verið um 30 talsins á móti 10 sumarið 2016. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum með leiðsögumenn í skipulögðum ferðum verið að fjölga en þær skiptu tugum sumarið 2017. Ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir að umfangið vaxi mikið og samkeppnishæfni innlendra ferðaþjónustufyrirtækja versni. Sú erlenda starfsemi sem hér um ræðir greiðir ekki skatta og skyldur hér á landi og starfmenn eru á launum langt undir því sem kjarasamningar gera ráð fyrir.
Norðurlönd hafa lengi tekist á við starfsemi erlendra hópbifreiða, sérstaklega frá láglaunalöndum í Austur-Evrópu. Sumarið 2017 var 371 af 736 hópbifreiðum, eða rúmur helmingur hópbifreiða á Kaupmannahafnarsvæðinu, rekin af erlendum óskráðum aðilum. Í því skyni að sporna við starfsemi erlendra aðila hafa dönsk hópbifreiðasamtök farið þess á leit við ESB og dönsk stjórnvöld að ákvæði um takmörkun á dagafjölda hópbifreiða í öðru landi en heimalandi verði í samræmi við það sem tíðkast í vöruflutningum í nýrri flutningatilskipun ESB. Norðmenn ákváðu fyrir skömmu að fara þá leið að takmarka dagafjölda sem erlendir aðilar gætu verið með starfsemi í landinu. Sú framkvæmd var ekki samþykkt af ESA og því fóru Norðmenn þá leið að setja skilyrði um lágmarkslaun. Eftirlit á þeim vettvangi er þó aðeins mögulegt gagnvart norskum lögaðilum sem kaupa þjónustu erlendra aðila.
Bregðast þarf við
Samtök ferðaþjónustunnar og aðilar vinnumarkaðarins hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að lög og reglur um starfsemi erlendra aðila hér á landi séu skýr og að eftirlit geti átt sér stað á fyrri stigum. Einnig þurfa lög um réttindi á íslenskum vinnumarkaði að ná til allra sem hér starfa, líka hópbifreiða og leiðsögumanna. Þá hefur verið bent á að þeir erlendu aðilar sem starfa hér á landi þurfa að vera á VSK-skrá til að gæta jafnræðis við innlenda aðila.
Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld átti sig á þeim alvarleika sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ef óskráðum erlendum aðilum er gefinn óheftur aðgangur að eftirsóttum Íslandsmiðum á ferðaþjónustumarkaði. Bregðast þarf við með skýrum og ótvíræðum aðgerðum.
Höfundur er verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar

Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar

Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið?
Magnús Magnússon skrifar

Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels?
Finnur Th. Eiríksson skrifar

10 atriði varðandi símabann í skólum
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn
Viðar Hreinsson skrifar

Tilveran með ADHD
Sigrún V. Heimisdóttir skrifar

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum
Skírnir Garðarsson skrifar

Styðjum Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands
Ársæll Már Arnarsson skrifar

Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt?
Heiðrún Jónsdóttir,Kristín Lúðvíksdóttir skrifar

Sóltún á villigötum
Elín Hirst skrifar

Bjóðum íslenskuna fram
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Wybory na przewodniczącego VR rozpoczęte – Twój głos ma znaczenie!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Framtíð og upprisa háskólamenntunar á Íslandi – Silja Bára og stúdentar
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR
Agla Arnars Katrínardóttir skrifar

Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Menntakerfi með ómarktækar einkunnir
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors
Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar

Villuljós í varnarstarfi
Gunnar Pálsson skrifar

Opið bréf til Loga Einarssonar
Jón Ingi Bergsteinsson skrifar

Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Sjórinn sækir fram
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi!
Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar

Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum
Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Aðlögun – að laga sig að lífinu
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar