Árni Steinn: Ég hugsaði ekki neitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2018 12:00 Stuðningsmenn Selfoss eru á leið í Höllina. Aftur. vísir/ernir Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018 Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32