Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2018 20:25 Uma Thurman Bandaríska leikkonan Uma Thurman segir frá því hvernig kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega í kjölfar velgengni hennar í Quentin Tarantino-myndinni Pulp Fiction. Sú mynd var framleidd af fyrirtækinu Miramax en Harvey Weinstein stofnaði það ásamt bróður sínum Bob árið 1979. Thurman hafði gefið út að hún myndi með tíð og tíma greina frá því ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir á ferli sínum og gerir það nú í viðtali við New York Times. „Hann talaði stundum við mig í fleiri klukkutíma um efni og hrósaði mér í bak og fyrir,“ segir Thurman og bætir við að það hafi mögulega gert það að verkum að hún sá ekki hvaða mann Weinstein hafði í raun að geyma. Þegar Weinstein bauð henni síðan upp á hótelherbergi hans í París hafði hún ekki hugmynd um hvað væri í vændum. „Mér fannst mér ekki ógnað,“ segir Thurman og segist hafa litið á Weinstein sem skrýtinn eldri frænda. „Ég fylgdi honum í gegnum dyr sem reyndust leiða að gufuherbergi. Ég stóð þarna í leðurklæðnaði og var svo heitt og sagði við hann: Þetta er fáránlegt, hvað ertu að gera?,“ segir Thurman. Hún segir Weinstein hafa komist í uppnám og rokið út. Uma Thurman ásamt Harvey Weinstein en við hlið þeirra stendur rapparinn Jay Z.Vísir/GEtty Náði að sleppa með naumindum Skömmu síðar voru þau stödd á hótelherbergi í London en Thurman segist hafa náð að sleppa þaðan úr klóm Weinstein með naumindum. „Þetta var svo mikið högg. Hann hélt mér niðri og reyndi að þvinga sér á mig. Hann gerði allskyns óviðeigandi hluti. Hann náði þó ekki sínu fram. Ég var eins og eðla sem skreið í burtu. Ég gerði allt til að koma mér undan,“ segir Thurman. Hún komst undan Weinstein og ákvað eftir þetta atvik að boða til fundar með honum til að ræða málin. Hún ætlaði að hitta á hann hótelbar en þegar þangað var komið mætti henni einn af aðstoðarmönnum Weinstein sem sagði henni að fara upp á hótelherbergi hans. Hún samþykkti það með herkjum en þegar þangað var komið á hún að hafa sagt við Weinstein: „Ef þú gerir einhverri annarri manneskju það sem þú gerðir við mig muntu glata ferli þínum, orðspori og fjölskyldu. Ég lofa því,“ rifjar Thurman upp. Weinstein neitar Talsmaður Weinstein neitar þessum ásökunum í samtali við New York Times og vill meina að Weinstein og Thurman hafi verið góðir vinnufélagar og átt í daðurslegu sambandi. Thurman segir við Weinstein að löngu eftir atvikið á hótelherberginu hafi hún getað setið margmenna fundi með Weinstein. Taldi hún að sökum þess að hún hefði elst þá væri hún ekki lengur eitt af skotmörkum Weinsteins. Hún segir einnig að Weinstein hafi beðið hana afsökunar með hálfum hug mörgum árum síðar þegar hún rifjaði þennan atburð upp. Fékk sinn versta ótta staðfestan við tökur á Kill Bill Thurman ræðir einnig samstarf sitt við leikstjórann Quentin Tarantino og hve mikið það reyndi á hana að leika í Kill Bill-myndunum. Hún nefnir þar sérstaklega tökur á atriði þar sem karakter hennar átti að keyra blæjubíl en Thurman segist hafa neitað að sitja undir stýri bílsins því hún taldi hann ekki öruggan. Uma Thurman ásamt Quentin Tarantino á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2014.Vísir/Getty „Quentin mætti til mín og var ekki hrifinn að því að vera neitað, eins og flestir leikstjórar. Hann var reiður því ég hafði tafið tökur myndarinnar. En ég var hrædd. Hann lofaði því að bíllinn væri öruggur og sagði að ég þyrfti bara að aka honum eftir beinum veg. Hann skipaði mér að ná 64 kílómetra hraða svo hárið myndi blakta í vindinum eins og hann vildi, annars þyrftum við að taka atriðið upp aftur.“ Hún segir veginn sem hún ók eftir hins vegar ekki hafa verið beinan og sandur hafi verið á honum. Hennar versti ótti fékkst síðan staðfestur þegar hún missti stjórn á bílnum og hafnaði á tré á mikilli ferð. Hún slasaðist töluvert og þurfti þó nokkurn tíma til að jafna sig. „Ég fann til mikils sársauka og hélt á tímabili að ég myndi ekki ná að ganga á ný. Áralangar illdeildur Þegar hún var útskrifuð af sjúkrahús fór hún og ræddi við Tarantino sem endaði í miklu rifrildi. Þar sakaði hún leikstjórann um að reyna að drepa sig sem lagðist ekki vel í Tarantino sem var ekki sömu skoðunar. Lögmaður Thurman óskaði eftir því að hún fengi afhent upptökur af slysinu en Miramax neitaði að láta þær af hendi nema að Thurman lofaði því að fara ekki í mál. Thurman neitaði að lofa því og úr varð áralangar illdeilur á milli hennar og Tarantino sem ákvað að afhenda henni myndefnið fyrir nokkrum mánuðum síðan í kjölfar Harvey Weinstein-málsins. Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Bandaríska leikkonan Uma Thurman segir frá því hvernig kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega í kjölfar velgengni hennar í Quentin Tarantino-myndinni Pulp Fiction. Sú mynd var framleidd af fyrirtækinu Miramax en Harvey Weinstein stofnaði það ásamt bróður sínum Bob árið 1979. Thurman hafði gefið út að hún myndi með tíð og tíma greina frá því ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir á ferli sínum og gerir það nú í viðtali við New York Times. „Hann talaði stundum við mig í fleiri klukkutíma um efni og hrósaði mér í bak og fyrir,“ segir Thurman og bætir við að það hafi mögulega gert það að verkum að hún sá ekki hvaða mann Weinstein hafði í raun að geyma. Þegar Weinstein bauð henni síðan upp á hótelherbergi hans í París hafði hún ekki hugmynd um hvað væri í vændum. „Mér fannst mér ekki ógnað,“ segir Thurman og segist hafa litið á Weinstein sem skrýtinn eldri frænda. „Ég fylgdi honum í gegnum dyr sem reyndust leiða að gufuherbergi. Ég stóð þarna í leðurklæðnaði og var svo heitt og sagði við hann: Þetta er fáránlegt, hvað ertu að gera?,“ segir Thurman. Hún segir Weinstein hafa komist í uppnám og rokið út. Uma Thurman ásamt Harvey Weinstein en við hlið þeirra stendur rapparinn Jay Z.Vísir/GEtty Náði að sleppa með naumindum Skömmu síðar voru þau stödd á hótelherbergi í London en Thurman segist hafa náð að sleppa þaðan úr klóm Weinstein með naumindum. „Þetta var svo mikið högg. Hann hélt mér niðri og reyndi að þvinga sér á mig. Hann gerði allskyns óviðeigandi hluti. Hann náði þó ekki sínu fram. Ég var eins og eðla sem skreið í burtu. Ég gerði allt til að koma mér undan,“ segir Thurman. Hún komst undan Weinstein og ákvað eftir þetta atvik að boða til fundar með honum til að ræða málin. Hún ætlaði að hitta á hann hótelbar en þegar þangað var komið mætti henni einn af aðstoðarmönnum Weinstein sem sagði henni að fara upp á hótelherbergi hans. Hún samþykkti það með herkjum en þegar þangað var komið á hún að hafa sagt við Weinstein: „Ef þú gerir einhverri annarri manneskju það sem þú gerðir við mig muntu glata ferli þínum, orðspori og fjölskyldu. Ég lofa því,“ rifjar Thurman upp. Weinstein neitar Talsmaður Weinstein neitar þessum ásökunum í samtali við New York Times og vill meina að Weinstein og Thurman hafi verið góðir vinnufélagar og átt í daðurslegu sambandi. Thurman segir við Weinstein að löngu eftir atvikið á hótelherberginu hafi hún getað setið margmenna fundi með Weinstein. Taldi hún að sökum þess að hún hefði elst þá væri hún ekki lengur eitt af skotmörkum Weinsteins. Hún segir einnig að Weinstein hafi beðið hana afsökunar með hálfum hug mörgum árum síðar þegar hún rifjaði þennan atburð upp. Fékk sinn versta ótta staðfestan við tökur á Kill Bill Thurman ræðir einnig samstarf sitt við leikstjórann Quentin Tarantino og hve mikið það reyndi á hana að leika í Kill Bill-myndunum. Hún nefnir þar sérstaklega tökur á atriði þar sem karakter hennar átti að keyra blæjubíl en Thurman segist hafa neitað að sitja undir stýri bílsins því hún taldi hann ekki öruggan. Uma Thurman ásamt Quentin Tarantino á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2014.Vísir/Getty „Quentin mætti til mín og var ekki hrifinn að því að vera neitað, eins og flestir leikstjórar. Hann var reiður því ég hafði tafið tökur myndarinnar. En ég var hrædd. Hann lofaði því að bíllinn væri öruggur og sagði að ég þyrfti bara að aka honum eftir beinum veg. Hann skipaði mér að ná 64 kílómetra hraða svo hárið myndi blakta í vindinum eins og hann vildi, annars þyrftum við að taka atriðið upp aftur.“ Hún segir veginn sem hún ók eftir hins vegar ekki hafa verið beinan og sandur hafi verið á honum. Hennar versti ótti fékkst síðan staðfestur þegar hún missti stjórn á bílnum og hafnaði á tré á mikilli ferð. Hún slasaðist töluvert og þurfti þó nokkurn tíma til að jafna sig. „Ég fann til mikils sársauka og hélt á tímabili að ég myndi ekki ná að ganga á ný. Áralangar illdeildur Þegar hún var útskrifuð af sjúkrahús fór hún og ræddi við Tarantino sem endaði í miklu rifrildi. Þar sakaði hún leikstjórann um að reyna að drepa sig sem lagðist ekki vel í Tarantino sem var ekki sömu skoðunar. Lögmaður Thurman óskaði eftir því að hún fengi afhent upptökur af slysinu en Miramax neitaði að láta þær af hendi nema að Thurman lofaði því að fara ekki í mál. Thurman neitaði að lofa því og úr varð áralangar illdeilur á milli hennar og Tarantino sem ákvað að afhenda henni myndefnið fyrir nokkrum mánuðum síðan í kjölfar Harvey Weinstein-málsins.
Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30