Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 20:20 Fjárhagsstaða Gates er sögð slík að hann geti ekki staðið í kostnaðarsamri málsvörn fyrir dómstólum í lengri tíma. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26