Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2018 23:30 Kim Jong-un og Donald Trump. Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa tekið vel í mögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu en þó sýnt varkárni. Ljóst þykir að um mikið áhættuspil er að ræða fyrir Trump og ansi margt gæti komið í veg fyrir fundinn eða að hann skili nokkrum árangri. Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. Þar að auki yrði Trump fyrsti þjóðarleiðtoginn sem Kim myndi ræða við. Embættismenn frá Suður-Kóreu segja Trump hafa samþykkt að funda með Kim nánast samstundis þegar beiðni einræðisherrans var lögð fyrir forsetann. Til stendur að halda fundinn fyrir maí en til þess þarf mikil undirbúningsvinna að eiga sér stað.Vilja viðurkenningu Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi með leiðtogum Bandaríkjanna, samkvæmt sérfræðingum sem Reuters ræddi við, og hefur markmið þeirra verið að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sérfræðingar sem AP ræddi við voru sammála því og veltu upp þeirri spurningu hvort að Trump væri tilbúinn að standa við hlið Kim, sem hann hefur lýst sem grimmum einræðisherra sem ekki sé hægt að treysta og hvaða skilaboð það sendi til heimsins.Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim.Árangur ólíklegur „Kim er ekki að bjóða Trump til fundar svo hann geti látið af kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Hann er að bjóða honum til fundar svo hann verði á sama palli og forseti Bandaríkjanna,“ sagði Vipin Narang frá MIT. Það að veita Norður-Kóreu ekki viðurkenningu er einmitt það sem hefur komið í veg fyrir að fyrrverandi forsetar og aðrir háttsettir embættismenn hafi rætt við embættismenn Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að mögulega sé ekki erfitt að undirbúa fundinn sé erfitt að meta á svo stuttum tíma hvaða árangur fundurinn gæti borið. „Trump mun krefjast þess að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnaáætlun sinni þá og þegar og hleypi eftirlitsmönnum inn í landið. Þeir munu ekki gera það. Norður-Kórea mun krefjast þess að Bandaríkin láti alfarið af harðri stefnu sinni gegn ríkinu. Þeir munu ekki gera það. Þannig munu báðir aðilar ganga frá fundinum með ekki neitt í höndunum.“ Verði engin niðurstaða á fundinum og verði báðir aðilar ósáttir gæti það fækkað mögulegum lausnum á deilunni á Kóreuskaganum.Reynsluleysið mikilvægt Meðal þess sem sérfræðingar óttast einnig er að reynsluleysi í ríkisstjórn Trump gæti komið niður á viðræðunum og mögulega gæti Norður-Kórea nýtt sér það reynsluleysi. Trump hefur ekki enn skipað sendiherra í Suður-Kóreu og helsti samningamaður Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu og einn mesti sérfræðingur ríkisins um einræðisríkið hætti nýlega í starfi sínu. Ein afleiðing þessa reynsluleysis gæti verið að Norður-Kórea myndi setja ásættanlegan samning á borðið sem Trump og starfsfólk hans væru ekki tilbúin til að samþykkja. Það gæti gæti leitt til þess að nágrannaríki Norður-Kóreu kæmust að þeirri niðurstöðu að einræðisríkið væri ekki vandamálið. Heldur væru það Bandaríkin. Sérfræðingar segja mikilvægt að embættismenn Bandaríkjanna undirbúi sig vel fyrir fundinn.Ætla ekki að slaka á þrýstingi yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir í dag að þrýstingnum yrðu ekki létt á Norður-Kóreu í aðdraganda fundarins og hafa forsvarsmenn annarra ríkja sagt það sama. Mike Pence, varaforseti, sagði það að Norður-Kórea væri tilbúin til viðræðna og að hætta kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum, í bili, væri til marks um árangur stefnu ríkisstjórnar Trump í að einangra Norður-Kóreu og beita þá þrýstingi.Hann sagði að Norður-Kórea væri að setjast við borðið án þess að hafa fengið nokkurs konar tilslökun. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa tekið vel í mögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu en þó sýnt varkárni. Ljóst þykir að um mikið áhættuspil er að ræða fyrir Trump og ansi margt gæti komið í veg fyrir fundinn eða að hann skili nokkrum árangri. Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. Þar að auki yrði Trump fyrsti þjóðarleiðtoginn sem Kim myndi ræða við. Embættismenn frá Suður-Kóreu segja Trump hafa samþykkt að funda með Kim nánast samstundis þegar beiðni einræðisherrans var lögð fyrir forsetann. Til stendur að halda fundinn fyrir maí en til þess þarf mikil undirbúningsvinna að eiga sér stað.Vilja viðurkenningu Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi með leiðtogum Bandaríkjanna, samkvæmt sérfræðingum sem Reuters ræddi við, og hefur markmið þeirra verið að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sérfræðingar sem AP ræddi við voru sammála því og veltu upp þeirri spurningu hvort að Trump væri tilbúinn að standa við hlið Kim, sem hann hefur lýst sem grimmum einræðisherra sem ekki sé hægt að treysta og hvaða skilaboð það sendi til heimsins.Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim.Árangur ólíklegur „Kim er ekki að bjóða Trump til fundar svo hann geti látið af kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Hann er að bjóða honum til fundar svo hann verði á sama palli og forseti Bandaríkjanna,“ sagði Vipin Narang frá MIT. Það að veita Norður-Kóreu ekki viðurkenningu er einmitt það sem hefur komið í veg fyrir að fyrrverandi forsetar og aðrir háttsettir embættismenn hafi rætt við embættismenn Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að mögulega sé ekki erfitt að undirbúa fundinn sé erfitt að meta á svo stuttum tíma hvaða árangur fundurinn gæti borið. „Trump mun krefjast þess að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnaáætlun sinni þá og þegar og hleypi eftirlitsmönnum inn í landið. Þeir munu ekki gera það. Norður-Kórea mun krefjast þess að Bandaríkin láti alfarið af harðri stefnu sinni gegn ríkinu. Þeir munu ekki gera það. Þannig munu báðir aðilar ganga frá fundinum með ekki neitt í höndunum.“ Verði engin niðurstaða á fundinum og verði báðir aðilar ósáttir gæti það fækkað mögulegum lausnum á deilunni á Kóreuskaganum.Reynsluleysið mikilvægt Meðal þess sem sérfræðingar óttast einnig er að reynsluleysi í ríkisstjórn Trump gæti komið niður á viðræðunum og mögulega gæti Norður-Kórea nýtt sér það reynsluleysi. Trump hefur ekki enn skipað sendiherra í Suður-Kóreu og helsti samningamaður Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu og einn mesti sérfræðingur ríkisins um einræðisríkið hætti nýlega í starfi sínu. Ein afleiðing þessa reynsluleysis gæti verið að Norður-Kórea myndi setja ásættanlegan samning á borðið sem Trump og starfsfólk hans væru ekki tilbúin til að samþykkja. Það gæti gæti leitt til þess að nágrannaríki Norður-Kóreu kæmust að þeirri niðurstöðu að einræðisríkið væri ekki vandamálið. Heldur væru það Bandaríkin. Sérfræðingar segja mikilvægt að embættismenn Bandaríkjanna undirbúi sig vel fyrir fundinn.Ætla ekki að slaka á þrýstingi yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir í dag að þrýstingnum yrðu ekki létt á Norður-Kóreu í aðdraganda fundarins og hafa forsvarsmenn annarra ríkja sagt það sama. Mike Pence, varaforseti, sagði það að Norður-Kórea væri tilbúin til viðræðna og að hætta kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum, í bili, væri til marks um árangur stefnu ríkisstjórnar Trump í að einangra Norður-Kóreu og beita þá þrýstingi.Hann sagði að Norður-Kórea væri að setjast við borðið án þess að hafa fengið nokkurs konar tilslökun.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46