Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 25-27 | Ótrúlegur seinni hálfleikur tryggði Eyjamenn í úrslitin Einar Sigurvinsson skrifar 9. mars 2018 20:30 vísir/anton ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Coca Cola bikarsins með góðum sigri á Haukum í Laugardalshöllinni. Ótrúlegur kafli Eyjamanna þar sem þeir skoruðu níu mörk á meðan Haukar skoruðu ekki neitt tryggði þeim sigurinn. Bæði lið byrjuðu leikinn rólega og gáfu sér góðan tíma í sínar fyrstu sóknir. Eftir fimm mínútna leik hafði ÍBV náð tveggja marka forystu, 1-3. Í kjölfarið þéttu Haukar vörnina og gekk Eyjamönnum illa að finna leiðir í gegn. Um miðbik fyrri hálfleiksins höfðu Haukar náð tveggja marka forystu og héldu þeir henni út hálfleikinn. Vörn Hauka í fyrri hálfleik var gríðarlega sterk og þar fyrir aftan átti Björgvin Páll Gústafsson stórleik í markinu, en hann var með með 50 prósenta markvörslu í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleiknum héldu liðin áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleiknum. Bæði liðin spiluðu öflugan varnaleik en Haukar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Hafnfirðingarnir héldu sínu forskoti en þeir komust mest fjórum mörkum yfir á 41. mínútu, 19-15. Fátt benti til þess að Eyjamenn myndu ná tökum á leiknum, en þegar 15 mínútur eru til leiksloka tókst þeim að ná yfirhöndinni. Á tíu mínútna kafla tókst ÍBV að skora 9 mörk á meðan Haukar skoruðu ekki neitt. Staðan farin frá því að vera 20-16 fyrir Haukum í 20-25, þegar rétt rúmar fimm mínútur eru til leiksloka. Haukum tókst að klóra í bakkann en forskot Eyjamanna var í raun aldrei í hættu. Lokatölur 25-27, eftir frábæra endurkomu Eyjamanna. Af hverju vann ÍBV leikinn? Þrátt fyrir að ÍBV hafi verið að elta Hauka nær allan leikinn gáfust þeir aldrei upp. Þeir höfðu trú á sínu skipulagi og náðu að lokum ótrúlegum 9-0 kafla sem tryggði þeim sigurinn. Á þeim kafla var vörn ÍBV og Aron Rafn Eðvarðsson í markinu að standa sig frábærlega. Hverjir stóðu upp úr? Markverðir beggja liða áttu gríðarlega góða kafla í leiknum. Í fyrri hálfleik var Björgvin Páll með 50 prósenta markvörslu og áttu hann stóran þátt í forystu Hauka í hálfleiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti síðan fjölmargar gríðarlega mikilvægar vörslur í marki Eyjamanna undir lok leiksins. Það er ljóst að ÍBV hefði ekki náð því forskoti sem þeir náðu ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Arons á þeim kafla. Theodór Sigurbjörnsson var markahæsti maður vallarins með 8 mörk fyrir Eyjamenn. Næst á eftir honum kom Grétar Þór Eyþórsson sem kláraði öll sín færi í horninu og skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Í liði Hauka voru þeir Hákon Daði Styrmisson og Daníel Þór Ingason markahæstir með 5 mörk hvor.Hvað gekk illa? Þessi leikur réðst á tíu mínútum þar sem ekkert gekk upp hjá Haukamönnum. Markvarslan datt niður, vörnin var ekki að halda og dauðafæri voru að klikka. Það er erfitt að segja hvað olli þessu hruni í frammistöðu Hauka en það er ljóst að þetta er eitthvað sem Gunnar Magnússon mun fara vel yfir með sínum mönnum.Hvað gerist næst? Á morgun klukkan 4 fer fram úrslitaleikur Coca Cola bikars karla hér í Laugardalshöll. Þar sem ÍBV mætir annað hvort Selfoss eða Fram. Það er síðan strax á miðvikudaginn í næstu viku sem ÍBV á sinn næsta leik í Olís-deildinni. Þá taka þeir á móti ÍR í Vestmannaeyjum. Sunnudaginn 18. mars eiga Haukar sinn næsta deildarleik. Þeir mæta þá í Grafarvoginn til Fjölnis. Fjölnir þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér að vera áfram í Olís-deildinni. Arnar Pétursson: Náum okkur úr þessu bulli sem var í gangiArnar Pétursson.vísir/ernir„Ég er mjög ánægður með okkur í dag. Við sýndum flottan karakter. Það var ró yfir þessu og við náum okkur úr þessu bulli sem var í gangi í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í leikslok. Þrátt fyrir að Haukar hafi verið yfir meirihluta leiksins, misstu leikmenn ÍBV aldrei trú á verkefninu og héldu sínu skipulagi áfram. „Það varð aldrei neitt stress, það varð aldrei neitt óðagot. Við höfðum alveg trú á því að skipulagið okkar myndi á endanum virka og það gerði það, sem betur fer.“ Arnar tók það þó fram að hann hafi ekki verið ánægður með dómgæsluna í leiknum. „Það hallaði svolítið á okkur, ég verð bara að segja það. Lengi vel fannst mér við ekki vera að fá það sama og þeir. Ég segi þetta aldrei, ég hef aldrei hallmælt dómurum. Þetta er kannski algjör vitleysa í mér.“ „Mér fannst við sem heild og sem leikmenn vera of lengi að pirra okkur á dómgæslunni. En um leið og við hættum því og sýndum ákveðin þroska, fóru menn að spila boltanum á virkilega góðan hátt.“ Aron Rafn stóð sig virkilega í marki ÍBV síðari hálfleiknum, en mikil hætta var talin á því að hann gæti ekki spilað leikinn vegna meiðsla. „Það var frábært að Aron hafi spilað en hann er í rauninni ekkert heill. Hann spilaði þennan leik sárkvalinn og illa farinn. Nú er bara að sjá hvort hann nái að jafna sig fyrir morgundaginn, en ég er ekkert allt of bjartsýnn á það,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Gunnar Magnússon: Þetta er ótrúlegtGunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/anton„Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í 40 mínútur, en svo bara einhvernvegin hrynur þetta hjá okkur. Ótrúlegt hvernig allt hrundi, vörn, sókn og markvarsla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Sóknarlega vorum við hættir að sækja á markið og vorum farnir að treysta á einhvern annan en okkur sjálfa. Við vorum hættir að taka af skarið. Sama með vörnina, hún gaf eftir og Bjöggi líka. Haukar voru lengst af með góð tök á leiknum, þar til liðið fær á sig níu mörk og skorar ekki neitt á tíu mínútna kafla. Gunnar segir að það sé erfitt að átta sig á því hvað hafi komið fyrir hjá hans mönnum. Þetta er eitthvað sem að þarf að skoða, það er erfitt að skilja þetta svona beint eftir leik. Þetta er náttúrlega bara ótrúlegur kafli og ótrúlegur viðsnúningur. Það er með hreinum ólíkindum hvernig liðið hrynur í leiknum. Hvernig við misstum einhvernvegin hausinn. Þetta er ótrúlegt.“ Gunnar telur hugsanlegt að það hafi vantað einhvern til að taka af skarið á þessum slæma kafla liðsins. „Þegar mótlætið kom tóku menn kannski ekki nógu mikið af skarið sjálfir. Það vantaði kannski einhvern til að taka af skarið og koma okkur yfir þennan hjalla. Á þessum kafla fáum við hraðaupphlaup og færi til að brjóta ísinn en við klúðruðum því öllu.“ „Auðvitað er eitthvað andlegt sem gerist. Eyjamennirnir voru frábærir síðustu 20, en þetta er með hreinum ólíkindum hvað við gefum svakalega mikið eftir,“ sagði Gunnar Magnússon í leikslok. Íslenski handboltinn
ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Coca Cola bikarsins með góðum sigri á Haukum í Laugardalshöllinni. Ótrúlegur kafli Eyjamanna þar sem þeir skoruðu níu mörk á meðan Haukar skoruðu ekki neitt tryggði þeim sigurinn. Bæði lið byrjuðu leikinn rólega og gáfu sér góðan tíma í sínar fyrstu sóknir. Eftir fimm mínútna leik hafði ÍBV náð tveggja marka forystu, 1-3. Í kjölfarið þéttu Haukar vörnina og gekk Eyjamönnum illa að finna leiðir í gegn. Um miðbik fyrri hálfleiksins höfðu Haukar náð tveggja marka forystu og héldu þeir henni út hálfleikinn. Vörn Hauka í fyrri hálfleik var gríðarlega sterk og þar fyrir aftan átti Björgvin Páll Gústafsson stórleik í markinu, en hann var með með 50 prósenta markvörslu í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleiknum héldu liðin áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleiknum. Bæði liðin spiluðu öflugan varnaleik en Haukar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Hafnfirðingarnir héldu sínu forskoti en þeir komust mest fjórum mörkum yfir á 41. mínútu, 19-15. Fátt benti til þess að Eyjamenn myndu ná tökum á leiknum, en þegar 15 mínútur eru til leiksloka tókst þeim að ná yfirhöndinni. Á tíu mínútna kafla tókst ÍBV að skora 9 mörk á meðan Haukar skoruðu ekki neitt. Staðan farin frá því að vera 20-16 fyrir Haukum í 20-25, þegar rétt rúmar fimm mínútur eru til leiksloka. Haukum tókst að klóra í bakkann en forskot Eyjamanna var í raun aldrei í hættu. Lokatölur 25-27, eftir frábæra endurkomu Eyjamanna. Af hverju vann ÍBV leikinn? Þrátt fyrir að ÍBV hafi verið að elta Hauka nær allan leikinn gáfust þeir aldrei upp. Þeir höfðu trú á sínu skipulagi og náðu að lokum ótrúlegum 9-0 kafla sem tryggði þeim sigurinn. Á þeim kafla var vörn ÍBV og Aron Rafn Eðvarðsson í markinu að standa sig frábærlega. Hverjir stóðu upp úr? Markverðir beggja liða áttu gríðarlega góða kafla í leiknum. Í fyrri hálfleik var Björgvin Páll með 50 prósenta markvörslu og áttu hann stóran þátt í forystu Hauka í hálfleiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti síðan fjölmargar gríðarlega mikilvægar vörslur í marki Eyjamanna undir lok leiksins. Það er ljóst að ÍBV hefði ekki náð því forskoti sem þeir náðu ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Arons á þeim kafla. Theodór Sigurbjörnsson var markahæsti maður vallarins með 8 mörk fyrir Eyjamenn. Næst á eftir honum kom Grétar Þór Eyþórsson sem kláraði öll sín færi í horninu og skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Í liði Hauka voru þeir Hákon Daði Styrmisson og Daníel Þór Ingason markahæstir með 5 mörk hvor.Hvað gekk illa? Þessi leikur réðst á tíu mínútum þar sem ekkert gekk upp hjá Haukamönnum. Markvarslan datt niður, vörnin var ekki að halda og dauðafæri voru að klikka. Það er erfitt að segja hvað olli þessu hruni í frammistöðu Hauka en það er ljóst að þetta er eitthvað sem Gunnar Magnússon mun fara vel yfir með sínum mönnum.Hvað gerist næst? Á morgun klukkan 4 fer fram úrslitaleikur Coca Cola bikars karla hér í Laugardalshöll. Þar sem ÍBV mætir annað hvort Selfoss eða Fram. Það er síðan strax á miðvikudaginn í næstu viku sem ÍBV á sinn næsta leik í Olís-deildinni. Þá taka þeir á móti ÍR í Vestmannaeyjum. Sunnudaginn 18. mars eiga Haukar sinn næsta deildarleik. Þeir mæta þá í Grafarvoginn til Fjölnis. Fjölnir þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér að vera áfram í Olís-deildinni. Arnar Pétursson: Náum okkur úr þessu bulli sem var í gangiArnar Pétursson.vísir/ernir„Ég er mjög ánægður með okkur í dag. Við sýndum flottan karakter. Það var ró yfir þessu og við náum okkur úr þessu bulli sem var í gangi í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í leikslok. Þrátt fyrir að Haukar hafi verið yfir meirihluta leiksins, misstu leikmenn ÍBV aldrei trú á verkefninu og héldu sínu skipulagi áfram. „Það varð aldrei neitt stress, það varð aldrei neitt óðagot. Við höfðum alveg trú á því að skipulagið okkar myndi á endanum virka og það gerði það, sem betur fer.“ Arnar tók það þó fram að hann hafi ekki verið ánægður með dómgæsluna í leiknum. „Það hallaði svolítið á okkur, ég verð bara að segja það. Lengi vel fannst mér við ekki vera að fá það sama og þeir. Ég segi þetta aldrei, ég hef aldrei hallmælt dómurum. Þetta er kannski algjör vitleysa í mér.“ „Mér fannst við sem heild og sem leikmenn vera of lengi að pirra okkur á dómgæslunni. En um leið og við hættum því og sýndum ákveðin þroska, fóru menn að spila boltanum á virkilega góðan hátt.“ Aron Rafn stóð sig virkilega í marki ÍBV síðari hálfleiknum, en mikil hætta var talin á því að hann gæti ekki spilað leikinn vegna meiðsla. „Það var frábært að Aron hafi spilað en hann er í rauninni ekkert heill. Hann spilaði þennan leik sárkvalinn og illa farinn. Nú er bara að sjá hvort hann nái að jafna sig fyrir morgundaginn, en ég er ekkert allt of bjartsýnn á það,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Gunnar Magnússon: Þetta er ótrúlegtGunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/anton„Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í 40 mínútur, en svo bara einhvernvegin hrynur þetta hjá okkur. Ótrúlegt hvernig allt hrundi, vörn, sókn og markvarsla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Sóknarlega vorum við hættir að sækja á markið og vorum farnir að treysta á einhvern annan en okkur sjálfa. Við vorum hættir að taka af skarið. Sama með vörnina, hún gaf eftir og Bjöggi líka. Haukar voru lengst af með góð tök á leiknum, þar til liðið fær á sig níu mörk og skorar ekki neitt á tíu mínútna kafla. Gunnar segir að það sé erfitt að átta sig á því hvað hafi komið fyrir hjá hans mönnum. Þetta er eitthvað sem að þarf að skoða, það er erfitt að skilja þetta svona beint eftir leik. Þetta er náttúrlega bara ótrúlegur kafli og ótrúlegur viðsnúningur. Það er með hreinum ólíkindum hvernig liðið hrynur í leiknum. Hvernig við misstum einhvernvegin hausinn. Þetta er ótrúlegt.“ Gunnar telur hugsanlegt að það hafi vantað einhvern til að taka af skarið á þessum slæma kafla liðsins. „Þegar mótlætið kom tóku menn kannski ekki nógu mikið af skarið sjálfir. Það vantaði kannski einhvern til að taka af skarið og koma okkur yfir þennan hjalla. Á þessum kafla fáum við hraðaupphlaup og færi til að brjóta ísinn en við klúðruðum því öllu.“ „Auðvitað er eitthvað andlegt sem gerist. Eyjamennirnir voru frábærir síðustu 20, en þetta er með hreinum ólíkindum hvað við gefum svakalega mikið eftir,“ sagði Gunnar Magnússon í leikslok.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti