Bandaríkjastjórn leyfir innflutning á veiðiminjagripum úr fílum þvert á loforð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 11:55 Bandarísk stjórnvöld vilja að þarlendir sportveiðimenn geti flutt inn gripi eins og fílabein frá rándýrum veiðiferðum til Afríku. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna. Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira