Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna.
Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni.
Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.

„Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri.
Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag.
Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2: