Menn eru að taka eftir Jóni Axel í marsfárinu | Einn af 10 bestu Evrópumönnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 17:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum. Körfubolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum.
Körfubolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira