Leynigesturinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2018 07:00 „Ég ætla alltaf að fá skólamat,“ sagði tíu ára sonur minn eftir fyrsta daginn í nýjum grunnskóla. „Það er flatbaka á föstudögum og á öðrum dögum eru pylsur og hamborgarar.“ Víða í okkar vestræna heimi er að finna fæði sem inniheldur leynigest sem er orsök háþrýstings sem veldur flestum ótímabærum dauðsföllum á heimsvísu eða 7,5 milljónum ár hvert. Háþrýstingur mælist hjá um 40% fólks yfir 25 ára. Oftast verðum við ekki vör við leynigestinn því bragðlaukarnir aðlagast honum hratt. Hann leynist í heimilismat eins og brauði, ostum, beikoni, skinku og flestum tilbúnum réttum og skyndibitum. Hann er vinsæll því hann eykur geymsluþol matvæla og losar dópamín í heilanum. Þessi leynigestur er salt. Flestir innbyrða tvöfalt meira af salti en telst innan heilbrigðra marka sem er minna en teskeið á dag (5 g, viðmið er minna fyrir börn). Mikil saltneysla eykur hættu á háþrýstingi því saltið dregur að sér vatn og eykur rúmmál æðakerfisins. Hægt og hljóðlega getur ómeðhöndlaður háþrýstingur valdið skemmdum víða í líkamanum sem geta leitt til dauða. Að minnka saltneyslu er ein hagkvæmasta aðgerð sem ríki geta ráðist í til að bæta heilsu þjóðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að stjórnvöld geti beint neyslu í átt að hollara fæði og fylgjast skuli með þróun saltneyslu í skólum. Sjálf getum við gert hluti eins og að salta matinn okkar minna, hafa ekki saltstauka á borðum og velja matvöru með minna saltinnihaldi. Strákurinn minn fær ennþá skólamat og við borðum saltbættan mat meðvituð um að leynigesturinn hefur hreiðrað um sig í flestum mat sem kemur ekki beint úr smiðju náttúrunnar. Við verðum að snúa þessari þróun við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég ætla alltaf að fá skólamat,“ sagði tíu ára sonur minn eftir fyrsta daginn í nýjum grunnskóla. „Það er flatbaka á föstudögum og á öðrum dögum eru pylsur og hamborgarar.“ Víða í okkar vestræna heimi er að finna fæði sem inniheldur leynigest sem er orsök háþrýstings sem veldur flestum ótímabærum dauðsföllum á heimsvísu eða 7,5 milljónum ár hvert. Háþrýstingur mælist hjá um 40% fólks yfir 25 ára. Oftast verðum við ekki vör við leynigestinn því bragðlaukarnir aðlagast honum hratt. Hann leynist í heimilismat eins og brauði, ostum, beikoni, skinku og flestum tilbúnum réttum og skyndibitum. Hann er vinsæll því hann eykur geymsluþol matvæla og losar dópamín í heilanum. Þessi leynigestur er salt. Flestir innbyrða tvöfalt meira af salti en telst innan heilbrigðra marka sem er minna en teskeið á dag (5 g, viðmið er minna fyrir börn). Mikil saltneysla eykur hættu á háþrýstingi því saltið dregur að sér vatn og eykur rúmmál æðakerfisins. Hægt og hljóðlega getur ómeðhöndlaður háþrýstingur valdið skemmdum víða í líkamanum sem geta leitt til dauða. Að minnka saltneyslu er ein hagkvæmasta aðgerð sem ríki geta ráðist í til að bæta heilsu þjóðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að stjórnvöld geti beint neyslu í átt að hollara fæði og fylgjast skuli með þróun saltneyslu í skólum. Sjálf getum við gert hluti eins og að salta matinn okkar minna, hafa ekki saltstauka á borðum og velja matvöru með minna saltinnihaldi. Strákurinn minn fær ennþá skólamat og við borðum saltbættan mat meðvituð um að leynigesturinn hefur hreiðrað um sig í flestum mat sem kemur ekki beint úr smiðju náttúrunnar. Við verðum að snúa þessari þróun við.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun