Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 14:30 Ragnar Jóhannsson hefur staðið sig vel á æfingum landsliðsins. vísir/rakel ósk Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00