Skoðun

Reykjavíkurskrifstofa Google

Pawel Bartoszek skrifar
Einn þeirra aðila sem bera saman lífsgæði í ólíkum borgum er serb­neska heimasíðan ­Numbeo.com. Síðan safnar upplýsingum frá netnotendum um hluti eins og verð, laun, ferðatíma til vinnu og upplifun af öryggi og mengun. Í samantekt Numbeo fyrir árið 2018 var Reykjavík í 11. sæti í Evrópu, sem er svo sem fínt, en auðvitað eigum við að stefna á efsta sætið og verða besta borg í Evrópu.

Einn þáttur í þessum samanburði dregur Reykjavík allsvakalega niður en fær litla athygli. Nei, ekki samgöngur. Noregur og Danmörk eru ekki full af Íslendingum sem vilja koma heim en eru að bíða eftir Sundabrautinni eða mislægum gatnamótum hjá Kringlunni. Sá hlutur sem dregur okkur niður í alþjóðlegum samanburði og hindrar það að unga menntaða fólkið flytji heim er einfaldlega lágur kaupmáttur.

Kaupmannahafnarbúi getur keypt sér 25% meira af dóti fyrir sín meðallaun en Reykvíkingur getur keypt fyrir sín. Íslendingur sem flytur til Reykjavíkur frá Köben er að taka á sig verulega launalækkun.

Við viljum hafa framboð af atvinnu í Reykjavík fjölbreytt og launin há. Til þess þurfum að tryggja að íslensk fyrirtæki fari ekki úr landi en það er ekki nóg. Við viljum að Reykjavík verði það aðlaðandi að fyrirtæki á borð við Google eða Apple sjái sér hag í að opna fjölmennar skrifstofur hér. Því ef ungt og menntað fólk á að velja Reykjavík þá þarf það að geta fundið vinnu við sitt hæfi.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×