Kaffitár sett í formlegt söluferli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og aðaleigandi Kaffitárs. Vísir/Stefán Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00