Grunnur að geðheilbrigði Hildur Björnsdóttir skrifar 20. apríl 2018 09:58 Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er grunnstoð í heilbrigðu samfélagi. Það er órjúfanlegur hluti af almennri vellíðan og forsenda virkrar samfélagsþátttöku. Það skiptir okkur sköpum að vel sé haldið á málaflokknum. Samfélagsvitund um geðheilbrigði hefur stóraukist en betur má ef duga skal. Rannsóknir sýna að um 20% barna og unglinga fást við vanlíðan eða geðraskanir af einhverju tagi. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn og unglingar hérlendis nú 80.383 talsins. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsókna má því ætla að um 16.077 börn og ungmenni glími nú við vanlíðan eða geðraskanir. Fái þau ekki viðeigandi aðstoð getur vandinn versnað verulega og afleiðingarnar orðið alvarlegri. Algengast er að geðsjúkdómar komi fram hjá einstaklingum á aldrinum 18-25 ára. Helsta dánarorsök íslenskra karlmanna í þessum aldurshópi er sjálfsvíg. Með snemmtækri íhlutun og stórbættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mætti draga úr þessum átakanlega vanda. Lykilatriði er að byrja nægilega snemma. Það skortir samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við börn. Biðlistar eru langir og einstaklingar falla gjarnan milli skips og bryggju innan kerfisins. Stór hluti barna fær seint eða aldrei viðeigandi meðferð. Það er mikilvægt að komast fyrir vandann nægilega snemma. Auknar forvarnir og auðveldur aðgangur að sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla gæti skipt sköpum. Við verðum að bæta samstarf ríkis og sveitarfélaga hvað málaflokkinn varðar. Móta þarf heildstæða stefnu um geðheilbrigði og eyrnamerkja málaflokknum aukið fé. Styðja þarf frjáls félagasamtök sem vinna að geðheilbrigðismálum. Tryggja þarf skilyrðislausa mannvirðingu í allri geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á persónulega nálgun og fjölbreyttar leiðir til bata. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill tryggja börnum og ungmennum gjaldfrjálsa og aðgengilega sálfræðiþjónustu strax í grunnskóla. Það er þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting í geðheilbrigði samfélags. Aðgerðarleysi gagnvart málaflokknum mun alltaf fela í sér aukinn samfélagslegan kostnað – fjárhagslegan og tilfinningalegan. Með snemmtækri íhlutun má draga verulega úr vanlíðan og áhrifum geðraskana. Með forvörnum má fyrirbyggja frekari vanda.Höfundur er í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun